Hafnarfjarðarkirkja

 

Aðalsafnaðarfundur

 

 

Þórhildur Ólafs, 23/1 2013

Fræðslufundur með fermingarbörnum og foreldrum

Boðað hefur verið til fræðslufundar í HAFNARFJARÐARKIRKJU í kvöld kl.20.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir kynningarstjóri og fjölmiðlafulltrúi UNICEF á Íslandi veitir fræðslu um starf UNICEF. Vænst er góðrar þátttöku.

 

 

 

 

Þórhildur Ólafs, 22/1 2013

Samkirkjuleg bænavika

Helgistund verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 21. janúar kl.20.oo

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika er haldin árlega 18. -25. janúar.  Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu kristninnar.  Sjá nánar á kirkjan.is

Verið velkomin.

Þórhildur Ólafs, 21/1 2013

Þórhildur Ólafs, 21/1 2013

MORGUNVERÐUR Á MIÐVIKUDAG

Þórhildur Ólafs, 18/1 2013

MESSA OG BARNASTARF 20.JANÚAR 2013

Messa og barnastarf sunnudaginn 20.janúar.

Félagar úr Barbörukórnum syngja.  Organisti Guðmundur Sigurðsson.  Umsjónarmaður barnastarfs Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni.  Í messuhóp dagsins eru þau Margrét Guðmundsdóttir og Hjörtur Howser.  Prestur sr. Þórhildur Ólafs

Kaffi, kex og djús í Minni Hásölum safnaðarheimilisins Strandbergs.

MIÐVIKUDAGUR 23. janúar

Morgunmessa kl.8.15

Organisti Guðmundur Sigurðsson.  Prestur sr. Þórhildur Ólafs.

Morgunverður í Odda safnaðarheimilisins Strandbergs.

Þórhildur Ólafs, 18/1 2013

Messa og barnastarf 13. janúar 2013

Messa og barnastarf kl.11.00

Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti Guðmundur Sigurðsson.  Umsjónarmaður barnastarfs er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni.  Prestur sr. Þórhildur Ólafs.

Kaffi, djús og kex í Ljósbroti  safnaðarheimilisins Strandbergs

 

Miðvikudagur 16. janúar

Morgunmessa kl.8.15 Organisti Guðmundur Sigurðsson.  Prestur sr. Þórhildur Ólafs.

Morgunverður í Odda safnaðarheimilisins Strandbergs

Þórhildur Ólafs, 11/1 2013

Guðmundur Sigurðsson, 17/12 2012

Jólavaka við kertaljós sunnudaginn 16. desember kl. 20

Hin árlega Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju verður nk. sunnudag, 16. desember, kl. 20.  Barbörukórinn  og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju flytja fjölbreytta aðventu-og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur.  Gunnar Gunnarsson leikur á flautu.   Séra Þórhildur Ólafs leiðir stundina.  Ræðumaður er Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Kirkjan myrkvuð í lokin og ljós tendruð á kerti við söng allra í jólasálminum fagra “Heims um ból.”   Súkkulaði og piparkökur að stund lokinni.  Verið hjartanlega velkomin.

Guðmundur Sigurðsson, 11/12 2012

Fjölskylduguðsþjónusta 9.desember kl. 11.00

Barna og unglingakórarnir syngja. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir og píanóleikari Anna Magnúsdóttir. Umsjónarmaður barnastarfs er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni. Prestur sr. Þórhildur Ólafs Kaffi, djús og kex í Ljósbroti safnaðarheimilisins Strandbergs eftir guðsþjónustuna.

 

Þórhildur Ólafs, 5/12 2012


Skráning í fermingarstarfið 2019 - 2020, smellið á: FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

 

Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS