Hafnarfjarðarkirkja

 

Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju 24. september kl. 12:15

Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, leikur orgelverk eftir Friðrik Bjarnason og Johann Sebastian Bach á bæði orgel kirkjunnar.  Aðgangur ókeypis.
Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach (1685-1750)
O Mensch, bewein dein Sünde gross  BWV 622
Fantasía í c moll  BWV 537
Vor deinen Thron  BWV 668

Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Intrada
Elegía 
Prelúdía í e moll

Guðmundur Sigurðsson, 20/9 2013

Messa og barnastarf 22. september 2013

  Útvarpsmessa og barnastarf 22. september kl. 11.oo. Barnastarfið byrjar að þessu sinni í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju og verður alfarið þar.  Leiðtogi í barnastarfi er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, henni til aðstoðar eru þær Margrét Heba og Agnes. Barbörukórinn syngur. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Lesari er Magnús Gunnarsson formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Miðvikudagur – morgunmessa kl. 8.15

Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson

Morgunverður í Odda Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

 

Þórhildur Ólafs, 19/9 2013

Messa og barnastarf 15. september 2013

  Messa og barnastarf 15. september kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf.  Leiðtogi barnastarfs er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, henni til aðstoðar eru Margrét Heba og Agnes.  Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sem tímabundið hefur verið settur prestur Hafnarfjarðarkirkju.

Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Miðvikudagur – Morgunmessa kl. 8.15

Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Morgunverður í Odda Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 10/9 2013

Sunnudagur 8.september 2013

  Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Umsjónarmaður barnastarfs er Nína Björg Vilhelmsdóttir, djákni. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestar eru sr. Þórhildur Ólafs og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sem tímabundið hefur verið settur prestur Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Jakob Ágúst prédikar en báðir prestar þjóna fyrir altari.

Kaffi,kex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Miðvikudagur – morgunmessa kl 8.15. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr. Þórhildur Ólafs.

Morgunverður í Odda Strandbergs.

Þórhildur Ólafs, 7/9 2013

Sunnudagur 1. september 2013

   Sunnudagur 1.september 2013. Messa kl. 11.00.  Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Fermingarbörn vorsins 2014 og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin til messu við upphaf fermingarfræðslu. Fermdur verður Adam Ingi Wiencke, Álfholti 26, 220 Hafnarfirði.

Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 29/8 2013

Sunnudagur 25. ágúst 2013

   Helgistund sunnudaginn 25. ágúst kl. 11.00.  Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson.

Kaffi og kex í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 20/8 2013

Sunnudagur 18. ágúst 2013

   Messa sunnudaginn 18. ágúst 2013 kl. 11.00. Félagar úr Barbörukórunum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Barn borið til skírnar.

Kaffi og kex í Ljósbroti Strandbergs Safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 15/8 2013

Sunnudagur 11. ágúst 2013

   Sunnudagur 11. ágúst 2013.  Helgihald liggur niðri vegna sumarleyfa. Vísað er á nágrannakirkjur.

Kirkjuvörður, sóknarprestur og organisti eru að störfum.

Messað verður sunnudaginn 18. ágúst.  Barn verður borðið til skírnar.

Þórhildur Ólafs, 9/8 2013

Sunnudagur 4. ágúst 2013

    Sunnudagur 4. ágúst 2013. Helgihald liggur niðri vegna sumarleyfa. Vísað er á nágrannakirkjur.

Kirkjuvörður og sóknarprestur eru að störfum.

Þórhildur Ólafs, 31/7 2013

Sunnudagur 28. júlí 2013

   Sunnudagur 28. júlí 2013. Helgihald liggur niðri vegna sumarleyfa. Vísað er á nágrannakirkjur.

Kirkjuvörður og sóknarprestur eru að störfum.

Þórhildur Ólafs, 24/7 2013


Skráning í fermingarstarfið 2019 - 2020 er hafin. Sjá hér fyrir ofan FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þorvaldur Karl Helgason sinnir prestsþjónustu í janúar og febrúar 2019. Sími 8604860. Sr. Þórhildur Ólafs, prestur, er í leyfi í janúar og febrúar 2019

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Miðvikudagur

8.15 - 8.45 Morgunmessa
10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn (Vonarhöfn)
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði
20:00 - 21:00 AA-starf spor (Vonarhöfn)

Dagskrá ...