Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarfræðsla 11. febrúar

Kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl).
Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl).
Þau fermingarbörn sem ekki komust síðasta þriðjudag, eru beðin um að mæta í þennan tíma.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/2 2020

Minningarstund og sögusýning í Hafnarfjarðarkirkju 9. febrúar 2020 kl. 11 um Halaveðrið í febrúar 1925 og þá sem fórust með togaranum FM Robertson

Sunnudaginn 9. febrúar n.k. kl. 11 verður minningarstund í Hafnarfjarðarkirkju um skipverjana 35 sem fórust með Field Marshal Robertson. Þar verða nöfn þeirra lesin upp, aldnir sjómenn og sjómannsekkja munu tendra kerti fyrir hvern og einn við minningartöfluna. Breski sendiherrann les upp nöfn bresku sjómannanna. Einnig verður kveikt á kerti fyrir þá sjómenn er fórust með Leifi heppna og Sólveigu. Sungnir verða sálmar sem sungnir voru við minningarathafnirnar 10. mars 1925.
Á eftir verður opnuð sýning sem sr Þorvaldur Karl Helgason og Egill Þórðarson hafa undirbúið. Þar koma fram nöfn þeirra sem fórust með Field Marshal Robertson og ýmsar upplýsingar um Halaveðrið. Verið öll velkomin. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 4/2 2020

Fermingarfræðsla 4. febrúar

Kl 16 mætir hópur 1, þ.e. fermingarbörn úr Öldutúnsskóla (o.fl).
Kl 17 mætir hópur 2, þ.e. fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla (o.fl)

Jón Helgi Þórarinsson, 3/2 2020

Messa og sunnudagaskóli 2. febrúar kl 11

Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Bylgja Dís, Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum.
Hressing á eftir. Verið öll velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 30/1 2020

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 28. janúar

Kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl). ÞAu fermingarbörn sem ekki komust síðasta þriðjudag, 21. janúar,  eru beðin um að mæta 28. janúar.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/1 2020

Kirkjubrall – fjölskyldustund – sunnudaginn 26. janúar kl 11

Börn og fullorðnir taka þátt í sköpun, leikjum, helgihaldi og borðhaldi og vinna með þemað OFURHETJUR á ýmsum stöðvum í kirkju og í safnaðarheimili. Barna- og unglingkórar Hafnarfjarðarkirkju syngja. Léttur hádegisverður. Verið öll velkomin.stencil.facebook-photo - 2020-01-20T124553.637

Jón Helgi Þórarinsson, 24/1 2020

Morgunmessa miðvikudaginn 22. janúar kl 8.15 – 8.45

Sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður á eftir. Verið velkomin

Jón Helgi Þórarinsson, 21/1 2020

Fermingarfræðsla 21. janúar

Þriðjudaginn 21. janúar
Kl 16 mætir hópur 1, þ.e. fermingarbörn úr Öldutúnsskóla (o.fl)
Kl 16.45 mætir hópur 2, þ.e. fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla (o.fl)
Þriðjudaginn 28. janúar
kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl)
Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl)

Jón Helgi Þórarinsson, 20/1 2020

Samkoma í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. janúar kl 20 á alþjóðlegri bænaviku kristinna trúfélaga

Fulltrúar frá nokkrum trúfélögum flytja hugvekjur, lesa ritningarlestra og bænir. Sálmasöngur.
Eftir stundina er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Verið öll velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/1 2020

Bænastund kl 17 laugardaginn 18. janúar vegna slyssins við Hafnarfjarðarhöfn. Kirkjan opin frá kl 16.

Bænastund verður í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 18. janúar kl 17, þar sem beðið verður fyrir þeim piltum sem lentu í slysinu við Hafnarfjarðarhöfn föstudagskvöldið 17. janúar og fjölskyldum þeirra. Kirkjan verður opin frá kl 16 og verður hægt að eiga samtöl við presta.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/1 2020


Skráning í fermingarstarfið 2020 - 2021, smellið á: FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Föstudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...