Hafnarfjarðarkirkja

 

Börn og unglingar taka virkan þátt í æskulýðsmessu 3 mars kl 11. Vöfflusala til styrktar hjálparstarfi

Sunnudaginn 3. mars verður æskulýðsguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl 11.  Fermingarbörn og unglingakórinn sjá um efni stundarinnar með Jóni Helga, Helgu, Bylgju, Hilmari o.flireum. Hljómsveit leikur! Samveran verður með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn sem fullorðna. vöfflusala til styrktar hjálparstarfi verður í safnaðarheimilinu eftir stundina og sjá fermingarbörn um vöfflubaksturinn. Hlökkum til að sjá ykkur!

Jón Helgi Þórarinsson, 28/2 2019

Fermingarfræðsla 26. febrúar

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 25/2 2019

Hádegistónleikar 26. febrúar kl. 12.15 – 12.45. Útgáfutónleikar nýrrar orgelplötu. Ókeypis og allir velkomnir.

GS orgeltónleikar 260219

Jón Helgi Þórarinsson, 24/2 2019

Karlakórinn Þrestir syngja í konudagsmessu 24. febrúar. Boðið upp á súpu

Á konudaginn, 24. febrúar, verður konudagsmessa og í messunni verður barn borið til skírnar. Karlakórinn Þrestir syngja undir stjórn Árna Hinriks Karlssonar og Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir sunnudagaskólann sem hefst inn í kirkjunni, en svo halda börnin yfir í safnaðarheimilið þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá með söng, sögum, brúðuleikhúsi ofl.

Á eftir messuna og sunnudagaskólann er boðið upp á súpu í safnaðarheimilinu.

Verum öll hjartanlega velkomin.

konudagsmessa

Jón Helgi Þórarinsson, 21/2 2019

Messa og sunnudagaskóli 17. febrúar kl 11

Sr Þorvaldur Karl Helgason þjónar og predikar í messunni, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið og félagar í Barbörukórnum syngja.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið þar sem Bylgja Dís og fleiri leiðtogar annast fjölbreytta dagskrá.
Allir velkomnir. Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 14/2 2019

Morgunmessa miðvikudaga kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, íhugun, bæn, samfélagið um Guðs borð.
Létur morgunverður á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/2 2019

Sorg og sorgarviðbrögð

Fræðslukvöld miðvikudaginn 13. febrúar kl 20. – 20.45. 
Sr Jón Helgi Þórarinsson fjallar um ýmsar hliðar sorgarinnar og bendir á nokkur ráð sem gott er að hafa í huga við úrvinnslu sorgar sem og að við að veita stuðning þeim er syrgja.
Allir veru velkomnir á fræðslukvöldið en fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega hvött til að koma. Kaffisopi og spjall á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/2 2019

Fermingarfræðsla 12. febrúar

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 11/2 2019

Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl 11 sunnudaginn 10. febrúar

Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sunnudagaskólinn, sem Bylgja Dís annast, tekur þátt í stundinni. Prestur sr Stefán Már Gunnlaugsson. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og píanó. Stund fyrir alla fjölskylduna. Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/2 2019

Fermingarfræðsla 5. febrúar

Kl. 16  koma fermingarbörn úr Öldutúnsskóla, Áslandsskóla og Nú
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 3/2 2019Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þorvaldur Karl Helgason sinnir prestsþjónustu í janúar og febrúar 2019. Sími 8604860. Sr. Þórhildur Ólafs, prestur, er í leyfi í janúar og febrúar 2019

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Föstudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...