Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarbörn fara yfir fermingarmessuna og máta fermingarkyrtlana

Miðvikudaginn 10. apríl kl 16. koma á æfingu og máta fermingarkyrtla þau fermingarbörn sem fermast á pálmasunnudag 14. apríl.
Kl 17. koma þau fermingarbörn sem fermast á skírdag 18. apríl.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/4 2019

Síðasta morgunmessan á þessum vetri miðvikudaginn 10. apríl kl 8.15

Orgelleikur, sálmasöngur, íhugun, bænagjörð og samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunmatur eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/4 2019

Fermingarmessa og sunnudagaskóli sunnudaginn 7. apríl kl. 11

Sunnudagaskólinn verður allan tímann í safnaðarheimilinu og sjá Bylgja Dís, Sigríður og Jess um fjölbreytta dagskrá. verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 4/4 2019

Æfing og mátun fermingarkyrtla

Miðvikudaginn 3. apríl kl 16 koma á æfingu þau fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 7. apríl. Einnig máta þau fermingarkyrtlana.

Jón Helgi Þórarinsson, 3/4 2019

Kirkjuorgelganga laugardaginn 30. mars kl 10 – 13. Leiðsögn og stuttir tónleikar

Jónatan Garðarsson leiðir göngu frá Hafnarfjaðarkirkju að Garðakirkju á Álftanesi og segir frá því sem ber fyrir augu. Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl 10 og er áætluð koma að Görðum kl 12.30 og verður þar boðið upp á hressingu.
Í Garðakirkju leikur Guðmundur Sigurðsson organisti orgelverk sem tengjast Hafnarfirði og Garðabæ. Gangan er farin í tilefni af 10 ára afmæli orgela Hafnarfjarðarkirkju. Hægt verður að kaupa nýja plötu, ‘HAF’, með orgelverkum sem Guðmundur lék inn á af þessu tilefni og var að koma út.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/3 2019

Fermingarmessa og sunnudagaskóli sunnudaginn 31. mars kl. 11

Sunnudagaskólinn verður allan tímann í safnaðarheimilinu og sjá Bylgja Dís, Sigríður og Jess um fjölbreytta dagskrá. verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/3 2019

Fermingarstarf, viðtöl og æfing

Þriðjudaginn 26. mars kemur síðari hópur fermingarbarna í viðtal skv. dagskrá sem þau hafa fengið sent.
Miðvikudaginn 27. mars kl 16 koma á æfingu þau fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 31. mars.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/3 2019

Til Maríu! Hádegistónleikar þriðjudaginn 26. mars kl 12.15. Aðgangur ókeypis

Hádegistónleikar 2019 mars -vef

Jón Helgi Þórarinsson, 22/3 2019

Messa og sunnudagaskóli kl 11 sunnudaginn 24. mars

Boðunardagur Maríu. Sr Jón Helgi Þórarinsson þjónar ásamt sr Þorvaldi Karli Helgasyni. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið og stýrir söng félaga í Barbörukórnum.
Fjölbreytt dagskrá í sunnudagaskólanum með Bylgju, Sigríði og Jess.
Aðalsafnaðarfundur kl 12.15. Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/3 2019

Morgunmessa miðvikudaginn 20. mars kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, hugvekja, bænagjörð, samfélagið um borð Drottins.
Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2019


Skráning í fermingarstarfið 2019 - 2020 er hafin. Sjá hér fyrir ofan FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þorvaldur Karl Helgason sinnir prestsþjónustu í janúar og febrúar 2019. Sími 8604860. Sr. Þórhildur Ólafs, prestur, er í leyfi í janúar og febrúar 2019

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Föstudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...