Hafnarfjarðarkirkja

 

Ritningarvers fermingarbarna

Hér er að finna fjölda ritningarversa sem fermingarbörnin geta valið úr, þau geta síðan að sjálfsögðu valið eitthvað annað vers Biblíunnar sem þeim eða fjölskyldunni er kært. Mikilvægt er að þau séu búin að velja á æfingunni og afhendi prestunum versið sitt þá.

Ritningargreinar fermingarbarna (úr Biblíu 2007)

Úr Davíðssálmum

Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín (Davíðssálm. 9:2).

Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis (Davíðssálm. 16:1).

Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna (Davíðssálm. 17:8).

Hann veiti þér það sem hjarta þitt þráir, láti öll áform þín lánast (Davíðssálm. 20:5).

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta (Davíðssálm. 23:1).

Þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig (Davíðssálm. 23:4).

Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns (Davíðssálm. 25:4-5).

Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð (Davíðssálm. 25:10).

Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Davíðssálm. 27:1).

Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá (Davíðssálm. 34:8).

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá (Davíðssálm. 37:5).

Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda (Davíðssálm. 51:12).

Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér (Davíðssálm. 55:23).

Ég er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína (Davíðssálm. 73:23).

Mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu (Davíðssálm. 73:28).

Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt (Davíðssálm. 86:11).

Þín vegna býður Drottinn út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum (Davíðssálm. 91:11).

Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns (Davíðssálm. 100:5).

Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu (Davíðssálm. 106:1).

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu (Davíðssálm. 119:9).

Drottinn er hlutskipti mitt, ég hef heitið að halda boð þín (Davíðssálm. 119:57).

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum (Davíðssálm. 119:105).

Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar (Davíðssálm. 121:2).

Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar (Davíðssálm. 121:5).

Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína (Davíðssálm. 121:7).

Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu (Davíðssálm. 121:8). 

Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut (Davíðssálm. 143:10).

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur (Davíðssálm. 145:8).

Úr Matteusarguðspjalli

Jesús sagði: Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa (Matt. 5:5).

Jesús sagði: Sælir eru miskunnsamir því að þeim mun miskunnað verða (Matt. 5:7).

Jesús sagði: Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá (Matt. 5:8).

Jesús sagði: Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða (Matt. 5:9).

Jesús sagði: Ég er með yður alla daga allt til enda veraldar (Matt. 28:20).

Úr Jóhannesarguðspjalli

Jesús sagði: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur (Jóh. 6:35).

Jesús sagði: Þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka (Jóh. 6:37).

Jesús sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins (Jóh. 8:12).

Jesús sagði: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ (Jóh. 8:31B-32).

Jesús sagði: Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig (Jóh. 10:14).

Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi (Jóh. 11:25).

Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig (Jóh. 14:6).

Úr öðrum ritum Biblíunnar

Drottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig (V.Móseb. 31:8).

Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit (Orðskv. 3:5).

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins (Orðskv. 4:23).

Hve miklu betra er að afla sér visku en gulls og ágætara að afla sér skynsemi en silfurs (Orðskv. 16:16)?

Vinur lætur aldrei af vináttu sinni, í andstreymi reynist hann sem bróðir (Orðskv. 17:17).

Óttast eigi því að ég er með þér, vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð (Jes. 41:10).

Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér það sem gagnlegt er, leiði þig þann veg sem þú skalt ganga (Jes. 48:17).

Ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð (Jer. 29:11).

Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum (Nah. 1:7).

Jesús sagði: „Óttast ekki, trú þú aðeins“ (Mark. 5:36B).

Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn“ (Lúk. 14:27).

Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur (I.Kor. 13:13).

Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd (Fil. 4:5).

Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gerir (Fil. 4:13).

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir (Hebr. 13:8).

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS