Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingar, æfingar, fundur / COVID-19 veiran

Lokasprettur fermingarfræðslunnar stendur yfir. Þriðjudaginn 10. mars koma meðfylgjandi hópar og þeir sem komust ekki í síðasta tíma. Bylgja sér um spurningarkeppni milli liða og er spurt úr spurningarblöðunum sem þið fenguð um daginn. Þriðjudagurinn 10. mars kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl). Þriðjudagana 17. og 24. mars koma fermingarbörnin í stutt viðtöl til okkar ( 5 – 7 mínútur)

þar sem við ræðum um fermingarstarfið í vetur, förum yfir það helsta úr námsefninu, skráum versið sem þau velja sér til að fara með á fermingardaginn og tryggjum að nafnið þeirra sé rétt skrifað hjá okkur. Blað með nöfnum fermingarbarnanna og á hvaða tíma þau eiga að mæta í viðtal verður sent ykkur í næstu viku.

Ein æfing verður fyrir hverja fermingu þar sem við förum yfir fermingarathöfnina, förum með versið sem þau hafa valið sér og mátum fermingarkyrtlana. Foreldrar eru velkomnir að koma með börnunum en það er ekki nauðsynlegt. Skyldumæting er fyrir börnin þar sem þetta er eina æfingin. Ef barn kemst ekkiv egna veikinda eða annarra lögmætra forfalla munum við prestarnir æfa barnið sérstaklega fyrir ferminguna.

Æfingarnar eru innan við eina klukkustund og verða sem hér segir: Miðvikudaginn 25. mars kl 16 koma þau fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 29. mars kl 11. Miðvikudaginn 1. apríl kl 16 koma þau fermingarbörn sem fermast á pálmasunnudegi 5. apríl kl 11. Miðvikudaginn 1. apríl kl 17 koma þau fermingarbörn sem fermast á skírdegi 9. apríl kl 11. Miðvikudaginn 15. apríl kl 16 koma þau fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 19. apríl kl 11. Miðvikudaginn 27. maí kl 16 koma þau fermingarbörn sem fermast á hvítasunnudag 31. maí kl 11.
Lokafundur með ykkur  foreldrum /forráðamönnum fermingarbarna verður miðvikudaginn 18. mars kl 20. Þar verður farið yfir veturinn og fermingarnar framundan. Fundurinn verður innan við klukkustun. Nánar um hann síðar.

Verður fermt? Hvað með COVID-19 veiruna?
Eðlilega spyrjum við margra spurninga nú varðandi fermingar og allar samkomur hér á landi vegna COVID-19 veirunnar. Eins og staðan er nú þá stefnum við að fermingum á tilsettum tíma. Við höfum rætt að einfalda athöfnina, stytta og sleppa því sem tengist snertingu við fermingarbörnin, ss handabandi o.fl. Eins höfum við þegar lagt altarisgöngur af við messur og munum ekki hafa altarisgöngur við fermingar eins og staðan er nú. Sem sagt; við munum gera allt sem við getum til að af fermingum geti orðið. Að sjálfsögðu fylgjum við fyrirmælum landlæknis og almannavarna og ef sett verða takmörk á samkomur fylgjum við því að sjálfsögðu og skoða hvernig brugðist verður við slíku.
Ef einhverjir vilja nú þegar ákveða að fresta fermingu til hausts vegna veirunnar eða aðstæðna vegna hennar þá er það velkomið af okkar hálfu. Sem dæmi þá horfum við til sunnudagsins 13. september fyrir þau sem óska eftir haustfermingu. Við erum einnig reiðubúin að ræða aðrar dagsetningar varðandi fermingar í haust. Erfiðara er með fermingar í sumar þar sem sumarleyfi koma þar inn í. En það má skoða eins og annað ef fresta þarf fermingum.
Við fylgjumst vel með tilmælum landlæknis og almannavarna og hvernig útbreiðsla veirunnar verður næstu vikur, en eins og staðan er nú þá horfum við til þess að ferma á þeim dögum sem fyrirhugaðir eru.

Við munum senda ykkur póst eftir helgi og reynum að upplýsa ykkur eins vel og við getum. Þið sendið okkur línu ef þið hafið fyrirspurnir eða athugasemdir.
Bestu kveðjur
Jón Helgi, Þórhildur og Bylgja Dís

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2020 kl. 14.33

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS