Hafnarfjarðarkirkja

 

Biskup hefur sent prestum bréf og leggur til að messað verði meðan samkomubann er ekki sett á, en gætt vel að hreinlæti og atferli öllu

Hér má lesa bréf biskups til presta sem sent var föstudaginn 6. mars, eftir að lýst var yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu covid19 veirunnar hér á landi.

Kæra samstarfsfólk!
Nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna kórónaveirunnar covid19. Enn hefur samkomubann ekki verið sett á en samkvæmt fréttum gæti það gerst fljótlega.Ég þakka ykkur öllum sem hafið haft samband, lagt til góðar tillögur, hugmyndir og ráð. Sem fyrr brýni ég fyrir ykkur að afla ykkur upplýsinga inn á heimsíðu landlæknisembættisins landlaeknir.is en þar eru nýjustu upplýsingar settar inn um leið og þær berast. Á meðan ekki er lýst yfir samkomubanni verður messað í kirkjum landsins eins og áætlun gerir ráð fyrir. Hins vegar óska ég eftir því að altarisgöngur verði ekki viðhafðar að svo stöddu. Sem fyrr verða kirkjugestir ekki kvaddir með handabandi eftir athöfn. Mikið hefur verið spurt um fermingar vorsins.Það sama á við um þær og messurnar. Á meðan ekki er samkomubann munu þær fara fram eins og áætlað er, en án handabands og altarisgöngu. Yrði þá tekið fram að altarisgangan fari fram síðar og má hugsa sér að í upphafi næsta vetrar verði fermingarbörn vorsins boðin til kirkju og altaris.Við förum að fyrirmælum sóttvarnarlæknis og þeirra annarra sem leggja okkur línurnar í þessum efnum. Við biðjum jafnframt fyrir þeim öllum sem búa við mikið álag við að fyrirbyggja vá og vakta stöðuna almenningi til heilla.Ég hef kallaðsaman samráðshópsem verðurbiskupi til ráðuneytis varðandi viðbrögð kirkjunnar vegna covid19. Í hópnum eru séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofuog séra Sigfús Kristjánsson, sviðsstjóri fræðsluog kærleiksþjónustu á Biskupsstofu.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/3 2020 kl. 11.39

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS