Hafnarfjarðarkirkja

 

Sunnudagurinn 15. desember. Fjölskyldustund og gengið í kringum jólatréð kl 11. Jólavaka við kertaljós kl 20.

Fjölskyldustund kl 11. Barna- og unglingakórarnir flytja jólahelgileik. Hljómsveit leikur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Á eftir verður gengið í kringum jólatréð og jólasveinar kíkja í heimsókn. Kakó og piparkökur. Verið öll velkomin.

Jólavaka við kertaljós kl 20. Ræðumaður: Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Unglingakórinn og Barbörukórinn syngja aðventu- og jólalög. Flautuleikur. Kveikt á kertum hjá kirkjugestum í lok stundar. Kakó og piparkökur á eftir. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/12 2019 kl. 12.43

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS