Hafnarfjarðarkirkja

 

Hátíðarmessa og sunnudagaskóli 1. desember kl 11. Fyrsti sunnudagur í aðventu

Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu. Félagar í Annríki, þjóðbúningar og skart, ganga til kirkju í þjóðbúningum og annast lestur. Barbörukórinn syngur aðventusálma og ættjarðarlög undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Sr Þórhildur Ólafs predikar og þjónar ásamt sr Jóni Helga Þórarinssyni. Bylgja Dís, Sigríður og Jasper annast fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum. Hressing eftir stundina og einnig verður útskrift hjá Annríki í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Jón Helgi Þórarinsson, 29/11 2019 kl. 14.07

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS