Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarfræðsla 19. og 26. nóvember

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 19. nóvember. Kl 16 mætir hópur 1, þ.e. fermingarbörn úr Öldutúnsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 2, þ.e. fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla (o.fl).
Þriðjudaginn 26. nóvember. Kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl).  Fermingarbörnin þurfa að koma með Nýja testamentið í næstu fermingartíma en þá skoðum við Biblíuna, ræðum um hvers konar bók hún er og lærum að fletta upp í Nýja testamentinu. Fermingarbörnin fengu Nýja testamentið að gjöf í haust frá Gideonfélaginu. Mörg skildu það eftir hjá okkur í kirkjunni en þau sem fóru með sitt heim þurfa að koma með það í næsta tíma. Þau börn sem ekki hafa fengið Nýja testamentið fá það í næsta tíma.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/11 2019 kl. 12.17

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS