Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarbörn og unglingakórinn í messunni sunnudaginn 22. september kl 11. Sunnudagaskólinn á sínum stað með fjölbreytta dagskrá!

Fermingarbörn taka virkan þátt í messu með einföldu sniði á sunnudaginn 22. september kl 11 og eins flytja félagar í Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju frumsamin lög og leiða söng safnaðarins.
Fermingarbörnin verða í Vatnaskógi frá föstudegi til laugardags og munu þar m.a. undirbúa þessa stund.
Sunnudagaskólinn hefst einnig í kirkjunni kl 11 og svo fara börnin inn í safnaðarheimilið og eiga þar stund með fjölrbeyttri dagskrá.
Allir eru velkomnir og eftir stundina er boðið upp á kaffi, djús og kex að venju!

Jón Helgi Þórarinsson, 19/9 2019 kl. 22.42

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS