Hafnarfjarðarkirkja

 

Messur, kyrrðarstundir og passíusálmarnir sungnir í Hafnarfjarðarkirkju í dymbilviku og um páska

FF-2019-15-Hafnarfjarðarkirkja

Skírdagur 18. apríl.
Fermingarmessa kl 11.
Kl. 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálmana með gömlu lögunum, bæði einradda og í fjórum röddum. Fólk getur komið og farið að vild.
Heilög kvöldmáltíð kl. 18. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson.

Föstudagurinn langi, 19. apríl.
Kyrrðarstund kl. 11. Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni.  Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson.
Kl. 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálmana með gömlu lögunum, bæði einradda og í fjórum röddum. Fólk getur komið og farið að vild.

Páskadagur, 21. apríl.
Hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Sr. Þorvaldur Karl Helgason predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Barbörukórinn syngur.  Morgunverður í Hásölum eftir messuna.
Hátíðarmessa Sólvangi kl. 15. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/4 2019 kl. 14.15

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS