Hafnarfjarðarkirkja

 

Kirkjuorgelganga laugardaginn 30. mars kl 10 – 13. Leiðsögn og stuttir tónleikar

Jónatan Garðarsson leiðir göngu frá Hafnarfjaðarkirkju að Garðakirkju á Álftanesi og segir frá því sem ber fyrir augu. Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl 10 og er áætluð koma að Görðum kl 12.30 og verður þar boðið upp á hressingu.
Í Garðakirkju leikur Guðmundur Sigurðsson organisti orgelverk sem tengjast Hafnarfirði og Garðabæ. Gangan er farin í tilefni af 10 ára afmæli orgela Hafnarfjarðarkirkju. Hægt verður að kaupa nýja plötu, ‘HAF’, með orgelverkum sem Guðmundur lék inn á af þessu tilefni og var að koma út.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/3 2019 kl. 15.29

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS