Hafnarfjarðarkirkja

 

Upprunagerð af ‘Heims um ból’ verður flutt í útvarpsmessu á jóladag kl 11 í tilefni af 200 ára afmæli sálmsins

Á jóladag verða 200 ár liðin frá því að sálmurinn  ‘Stille Nacht, heilige Nacht’ var fyrst fluttur í smábæ í Austuríki. Sálmurinn hefur verið þýddur á fjölda tungumála og er sunginn í öllum heimsálfum, án efa einn þekktasti sálmur kristninnar. Af þessu tilefni verður upprunagerð af sálminum flutt í útvarpsmessu í Hafnarfjarðarkirkju á jóladag kl 11, í tveimur röddum og við gítarundirleik. Notuð verður þýðing Helga Hálfdanarsonar ‘Blíða nótt. Blessaða nótt’ sem er ein af nokkrum íslenskum þýðingum en þekktastur er frumsamin texti Sveinbjarnar Egilssonar ‘Heims um ból, helg eru jól’, og verður sá texti sunginn í lok messunnar við lagið eins og við þekkjum það, sem er nokkuð frábrugðið upprunalegu gerðinni.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/12 2018 kl. 10.48

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS