Hafnarfjarðarkirkja

 

Aðventumessa og sunnudagaskóli 9. desember. Ljósið frá Betlehem borið í kirkju

Sunnudaginn 9. desember kl 11 verða aðventumessa og sunnudagaskóli í Hafnarfjarðarkirkju. Skátar bera ljósið frá Betlehem til kirkju eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Kveikt verður á tveimur kertum á aðventukransinum.
Sr Stefán Már Gunnlaugsson messar, Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og Þórunn Vala Valdimarsdóttir leiðir safnaðarsöng og syngur einsöng.
Bylgja Dís sér um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum ásamt sínu aðstoðarfólki.
Kaffisopi og djús á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/12 2018 kl. 14.38

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS