Hafnarfjarðarkirkja

 

Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju þri. 27. nóv. kl. 12:15

Íhugunartónlist fyrir orgel í skammdeginu í aðdraganda jólaföstu. Eitt elsta orgelverk sem til er varðveitt á prenti verður leikið. Ef þið viljið slaka á og fá gott samfélag á eftir yfir kaffibolla í safnaðarheimilinu skuluð þið endilega líta við og hlusta á þessi ótrúlega fallegu orgel í helgidóminum fagra í Hafnarfirði.

image001-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efnisskrá:
Jón Þórarinsson (1917-2012):
Jesús, mín morgunstjarna
Orgelforspil við íslensk þjóðlag úr Hólabók 1619

Bent Granstam (f. 1932):
I himmelen, i himmelen
Orgelforspil við sænskt þjóðlag úr safninu “Meditationer över gamla dalamelodier VIII”

Arnolt Schlick (1460-1521):
Maria zart (Milda María)

J. S. Bach (1685-1750):
Vater unser in Himmelreich BWV 636

Georg Böhm (1661-1733):
Vater unser in Himmelreich

J. S. Bach:
Nun komm der Heiden Heiland BWV 599
Nun komm der Heiden Heiland BWV 659

Kaffisopi eftir tónleika – Verið hjartanlega velkomin -
Aðgangur ókeypis!

Guðmundur Sigurðsson, 25/11 2018 kl. 20.56

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS