Hafnarfjarðarkirkja

 

Biskupsmessa og sunnudagskóli sunnudaginn 21.október kl 11

Færeyjabiskup, Jógvan Friðriksson, predikar og þjónar ásamt sr Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskupi emeritus, sóknarpresti og þremur færeyskum prestum, sem eru: Maria Jørðdal Niclasen, Sverri Steinhólm, Inga Poulsen Dam. Predikunin verður þýdd á íslensku. Organisti er Guðmundur Sigurðsson og félagar í Barbörukórnum syngja. Heimsókn Færeyjabiskups er tengd ráðstefnunni Arctic Circle.
Sunnudagskólinn verður í safnaðarheimilinu kl 11 í umsjón Bylgju og Sigríðar.
Hressing eftir messuna. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/10 2018 kl. 14.19

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS