Hafnarfjarðarkirkja

 

Vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 20. maí kl. 11

Sunnudaginn 20. maí verður haldin vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00. Hátíðin byrjar með samkomu inn í kirkju þar sem Unglingakórinn stígur á stokk undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur píanóleikara. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar og segir söguna af manninum sem átti allt – en fórnaði því öllu fyrir það eina sem skiptir máli. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið af sinni alkunnu snilld og æskulýðsleiðtogar taka þátt í athöfninni. Eftir stundina verður boðið upp á grillaðar pulsur og djús í safnaðarheimili kirkjunnar.

Allir velkomnir.

Vefsíðustjóri, 18/5 2012 kl. 10.13

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS