Hafnarfjarðarkirkja

 

Frá 30. júní og fram yfir verslunarmannahelgi tekur Hafnarfjarðarkirkja þátt í helgihaldi í Garðakirkju á Álftanesi

Sunnudaginn 30. júní kl 11 tekur Hafnarfjarðarkirkja þátt í messu í Garðakirkju á Álftanesi. Sr Jón Hrönn Bolladóttir messar.
Garðakirkja var fram til 1914 sóknarkirkja Hafnfirðinga. Ekki verður messa í Hafnarfjarðarkirkju þennan sunnudag og fram yfir verslunarmannahelgi.

Sunnudaginn 7. júlí kl 11 verður gönguguðsþjónusta við Vífilsstaðavatn. Sr Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir gönguna.
Sunnudaginn 14. júlí kl 11 verður messa í Garðakirkju. Sr Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina.
Sunnudaginn 21. júlí kl 11 verður messa í Garðakirkju. Sr Hans Guðberg Alfreðsson leiðir stundina.
Sunnudaginn 28. júlí kl 11 verður messa í Garðakirkju. Sr Hans Guðberg Alfreðsson leiðir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/6 2019

Skráning í fermingarstarfið 2019 – 2020 stendur yfir

Fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt fermingarstarf. Hægt er að skrá hér á heimasíðunni, FERMINGARSTARF, eða senda póst á jon.th@kirkjan.is. Hægt er að velja fermingardaga við skráningu en einnig má velja fermingardaga síðar.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/4 2019

Hjólað milli kirkna sunnudaginn 23. júní í stað hefðbundinnar messu. Hist við Hafnarfjarðarkirkju kl 10.30. Allir velkomnir.

Kl 10.00 Lagt af stað frá Ástjarnarkirkju og Vidalínskirkju
Kl 10.30 Hóparnir hittast við Hafnarfjarðarkirkju
Kl 11.00 Komið í Víðistaðakirkju
Kl 11.30 Komið við í Garðakirkju
Kl 12.15 Bessastaðakirkja heimsótt
Kl 12.20 Haldið heim á ný

Hressing á leiðinni. Litið inn í hverja kirkju og þar er stutt stund.
Hægt er að byrja eða hætta hvar sem er á leiðinni.

Hjólreiðamessa 2019

Jón Helgi Þórarinsson, 18/6 2019

Þjóðhátíðarhelgistund sunnudaginn 16. júní kl 11

Félagar í Barbörukórnum syngja ættjarðarlög og ættjarðarsálma. Sr Þórhildur Ólafs leiðir stundina. Kaffisopi á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/6 2019

Hátíðarmessa og ferming kl 11 á hvítasunnudag 9. júní

Sr Jón Helgi Þórarinsson predikar og þjónar ásamt sr Þórhildi Ólafs. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið og félagar í Barbörukórnum syngja. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/6 2019

Hátíðarguðsþjónusta sjómannadag kl 11, 2. júní. Kl 10.30 verður lagður blómsveigur að minnisvarða um horfna sjómenn við Víðistaðakirkju.

Sjómenn lesa ritningarlestra. Barn skírt. Sr Jón Helgi Þórarinsson predikar og þjónar ásamt sr Þórhildi Ólafs. Félagar í Barbörukornum syngja. Organisti Hilmar Örn Agnarsson.

Jón Helgi Þórarinsson, 29/5 2019

Hátíðarguðsþjónusta og hátíðarkaffi með söngdagskrá, uppstigningardag, 30. maí kl. 14.00. Kirkjudagur eldri borgara. Allir velkomnir.

Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Sr. Þórhildur Ólafs predikar. Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna fyrir altari. Þórunn Vala Vadlimarsdóttir syngur einsöng. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið.
Hátíðarkaffi og söngdagskrá í Hásölum að guðsþjónustu lokinni.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/5 2019

Kirkjuganga á Helgafell sunnudaginn 26. maí kl 11

Í stað hefðbundinnar messu verður kirkjuganga á Helgafell sunnudaginn 26. maí. Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl 11 og ekið upp að Kaldárseli. Leiðsögn og sagt frá jarðfræði og staðháttum. Íhugun og bænagjörð. Hressing. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/5 2019

Messa sunnudaginn 19. maí kl 11

Sr Þórhildur Ólafs messar. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið og Hugi Jónsson syngur.
Kaffisopi eftir messuna.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/5 2019

Tónleikar Barbörukórsins laugardaginn 11. maí kl 18 í Hafnarfjarðarkirkju

Fröken Reykjavík fer í heimsferð – er yfirskrift tónleikanna.
Hilmar Örn Agnarsson stýir kórnum.
Aðgangur kr. 3.000.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/5 2019

Messa og fermingarafmælishátíð kl 11 sunnudaginn 12. maí. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn hittast

Þau sem fermdust í Hafnarfjarðarkirkju fyrir 50, 60 og 70 árum er boðið að koma saman í kirkjunni sinni sunnudaginn 12. maí kl 11. Einnig mætir a.m.k. eitt afmælisbarn sem fermdist fyrir 80 árum! Fyrst taka þau þátt í guðsþjónustu í kirkjunni þar sem fulltruúar afmælisárganganna flytur hugvekju og lesa. Prestar kirkjunnar, sr Jón Helgi og sr Þórhildur sinna prestsþjónustu, Þorvaldur Örn Davíðsson leikur á orgelið og félagar úr Barbörukórnum syngja. Allir er velkomnir!
Eftir stundina í kirkjunni er snæddur hádegisverður í safnaðarheimilinu og einnig verða rifjaðar upp frásögur frá gömlum tíma. Hádegisverðurinn kostar kr. 2.500 og þarf að tilkynna þátttöku í síma 5205700.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/5 2019


Skráning í fermingarstarfið 2019 - 2020 er hafin. Sjá hér fyrir ofan FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...