Hafnarfjarðarkirkja

 

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 19. janúar kl 11

Sr Þórhildur Ólafs þjónar í messunni. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum.
Hressing á eftir. Verið öll velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/1 2020

Morgunmessa miðvikudaginn 15. janúar kl 8.15 – 8.45

Sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður á eftir. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/1 2020

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 12. janúar kl 11

Sr Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Sunnudagaskólinn hefst að nýju eftir jólafrí. Bylgja, Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá  fyrir börnin.
Verið velkomin. Hressing eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/1 2020

Fermingarstarfið hefst á nýju ári 7. og 14. janúar 2020

Þriðjudaginn 7. janúar 2020
Kl 16 mætir hópur 1, þ.e. fermingarbörn úr Öldutúnsskóla (o.fl).
Kl 17 mætir hópur 2, þ.e. fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla (o.fl)

Þriðjudaginn 14. janúar 2020
kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl).
Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl)

Jón Helgi Þórarinsson, 3/1 2020

Gleðilegt ár! Sunnudagur 5. janúar 2020. Helgistund kl. 11. Jólin kvödd.

 Prestur: Sr. Þórhildur Ólafs. Organisti: Ólafur W. Finnsson.

Jón Helgi Þórarinsson, 3/1 2020

Aftansöngur kl 17 gamlársdag, ath tímann. Hátíðarguðsþjónusta nýársdag kl 14. Olga Björt Þórðardóttir flytur ræðu.

Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 17 (ath. tímann). Prestur:  Jón Helgi Þórarinsson. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur. Einsöngvari: Elfa Dröfn Stefánsdóttir.

Nýársdagur, 1. janúar 2020
Hátíðarmessa kl. 14. Prestur:  Sr. Þórhildur Ólafs. Ræðumaður: Olga Björt Þórðardóttir. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur. Einsöngvari: Philip Barkhudarov.

Sunnudagur 5. janúar 2020
Jólin kvödd – helgistund kl. 11. Prestur: Sr. Þórhildur Ólafs. Organisti: Ólafur W. Finnsson.

Jón Helgi Þórarinsson, 30/12 2019

Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19. des. kl. 21

IMG_9827_00000

Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19.des.
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og sjö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. 
Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Lesa áfram …

Guðmundur Sigurðsson, 19/12 2019

Helgihald um jól og áramót 2019 – 2020

Sunnudagur 22. desember
Opin kirkja kl 11 – 12.30. Kyrrð og kertaljós, kakó og piparkökur.

Aðfangadagur jóla, 24. desember
Aftansöngur kl. 18. Prestur:  Sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn. Einsöngvari: Þórunn Vala Valdimarsdóttir.
Miðnæturstund kl. 23:30. Prestar: Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs. Organisti: Ólafur W. Finnsson. Einsöngvari: Ágúst Ólafsson.

 Jóladagur, 25. desember.
Hátíðarmessa kl. 14. Prestur:  Sr. Þórhildur Ólafs. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn. Einsöngvari: Pétur Oddbergur Heimisson.
Sólvangur, hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30. Prestur: Sr. Þórhildur Ólafs. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja.  

Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 17 (ath. tímann). Prestur:  Jón Helgi Þórarinsson. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn. Einsöngvari: Elfa Dröfn Stefánsdóttir.

Nýársdagur, 1. janúar 2020
Hátíðarmessa kl. 14. Prestur:  Sr. Þórhildur Ólafs. Ræðumaður: Olga Björt Þórðardóttir. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn. Einsöngvari: Philip Barkhudarov.

Sunnudagur 5. janúar 2020
Jólin kvödd – helgistund kl. 11. Prestur: Sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti: Ólafur W. Finnsson.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/12 2019

Sunnudagurinn 15. desember. Fjölskyldustund og gengið í kringum jólatréð kl 11. Jólavaka við kertaljós kl 20.

Fjölskyldustund kl 11. Barna- og unglingakórarnir flytja jólahelgileik. Hljómsveit leikur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Á eftir verður gengið í kringum jólatréð og jólasveinar kíkja í heimsókn. Kakó og piparkökur. Verið öll velkomin.

Jólavaka við kertaljós kl 20. Ræðumaður: Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Unglingakórinn og Barbörukórinn syngja aðventu- og jólalög. Flautuleikur. Kveikt á kertum hjá kirkjugestum í lok stundar. Kakó og piparkökur á eftir. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/12 2019

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 8. desember kl 11

Skátar bera inn ljósið frá Betlehem. Kveikt á tveimur aðventukertum. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur.
Bylgja Dís, Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum. Hressing á eftir. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/12 2019


Skráning í fermingarstarfið 2019 - 2020, smellið á: FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Föstudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...