Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarbörn og unglingakórinn í messunni sunnudaginn 22. september kl 11. Sunnudagaskólinn á sínum stað með fjölbreytta dagskrá!

Fermingarbörn taka virkan þátt í messu með einföldu sniði á sunnudaginn 22. september kl 11 og eins flytja félagar í Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju frumsamin lög og leiða söng safnaðarins.
Fermingarbörnin verða í Vatnaskógi frá föstudegi til laugardags og munu þar m.a. undirbúa þessa stund.
Sunnudagaskólinn hefst einnig í kirkjunni kl 11 og svo fara börnin inn í safnaðarheimilið og eiga þar stund með fjölrbeyttri dagskrá.
Allir eru velkomnir og eftir stundina er boðið upp á kaffi, djús og kex að venju!

Jón Helgi Þórarinsson, 19/9 2019

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 17. september

Kl 16 kemur hópur i, börn úr Öldutúnsskóla.
Kl 17 kemur hópur 2, börn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla.

Jón Helgi Þórarinsson, 16/9 2019

Fræðslukvöld fyrir fermingarbörn og foreldra mánudagskvöldið 16. september kl 20

Guðmundur organisti fjallar um mikilvægi þátttöku safnaðarins í sunnudagsmessunni og við syngjum saman, Bylgja Dís kynnir ferminagrstarfið og sagt verður frá fermingarferðinni í Vatnaskóg 20. og 21. september.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/9 2019

Fjölskyldustund – Kirkjubrall (Messy Church) – 15. september, kl. 11:00

Gæðastund fyrir fólk á öllum aldri. Börn og fullorðnir sameinast í sköpun, samveru, borðhaldi og helgihaldi.   Vinsamlegast mætið í fötum sem má bralla og föndra í.  Sr. Stefán Már Gunnlaugsson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Guðmundur Sigurðsson organisti.
Eftir samveruna verður boðið upp á pítsur og djús.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/9 2019

TíuTilTólf ára starf fimmtudaga kl 16.15 – 17.15 – hefst 12. september

Fjölbreytt, skemmtileg og uppbyggileg dagskrá þar sem gleði, virðing og vinátta er höfð í fyrirrúmi.

Umsjón: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, fræðslu- og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju og Kristrún Guðmundsdóttir, nemi í MR  Forráðamenn geta fylgst með því að setja læk á facebooksíðu Hafnarfjarðarkirkju og með því að vera í grúbbunni TTT Hafnarfjarðarkirkja

Jón Helgi Þórarinsson, 10/9 2019

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 10. september

Kl 16 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla
Kl 17 koma fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla
Þau börn sem ekki komu síðasta þriðjudag og eru ekki í ofangreindumskólum koma annað hvort kl 16 eða kl 17.
Börnin eiga að koma með Nýja testamentið með sér sem og Kirkjulykilinn (messubæklinginn). Nánari upplýsingar hafa verið sendar foreldrum í tölvupósti.
Þau sem eiga eftir að skrá sig í fermingarstarfið geta sent tölvupóst á netfangið: jon.th (hjá) kirkjan.is

Jón Helgi Þórarinsson, 9/9 2019

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 8. september kl 11

Sr Jón Helgi og Guðmundur organisti leiða messugjörðina. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Bylgja Dís, Sigríður og Jess sjá um fjölbreytta, skemmtilega og uppbyggjandi dagskrá í sunnudagaskólanum.
Hressing eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 4/9 2019

Fyrsti fermingartíminn 3. september

Fyrstu hóparnir mæta í fermingarfræðslu þriðjudaginn 3. september.
Kl 16 koma börn úr Öldutúnsskóla
Kl 17 koma börn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla.
Þriðjudaginn 10. september koma fermingarbörn úr Setbergsskóla kl 16 og kl 17 koma fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla.
Börnin eiga að koma með Nýja testamentið með sér sem og Kirkjulykilinn (messubæklinginn). Nánari upplýsingar hafa verið sendar foreldrum í tölvupósti.
Þau sem eiga eftir að skrá sig í fermingarstarfið geta sent tölvupóst á netfangið: jon.th (hjá) kirkjan.is

Jón Helgi Þórarinsson, 30/8 2019

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta sunnudaginn 1. september kl 11

Fyrsti sunnudagaskólinn á þessu hausti. Bylgja Dís, Sigríður og Jess sjá um fjölbreytta, skemmtilega og uppbyggilega dagskrá fyrir börnin. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að koma með börnum sínum.
Sr Þórhildur Ólafs leiðir stundina í kirkjunni.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson og Auður Guðjohnsen syngur.  Auður flytur m.a. lag og ljóð eftir sjálfa sig, Samvera.
Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/8 2019

Vilt þú syngja með í barnakór eða unglingakór Hafnarfjarðarkirkju?

Auglýsing fyrir starfið 2019-2020

Barnakórinn er fyrir 6- 10 ára börn fædd 2009-2013.
Æfingar á mánudögum kl. 17:00-17:50.
Æfingar hefjast mánudaginn 2. sept.
Kórgjald fyrir veturinn er 7000 kr.

Unglingakórinn er fyrir 11-15 ára ungmenni fædd 2004-2008. Æfingar á mánudögum kl. 18:00-19:15 og
fimmtudögum kl. 17:30-18:45.
Æfingar hefjast fimmtudaginn 29. ágúst.
Kórgjald fyrir veturinn er 12.000 kr.

Skráning nýliða sem og þeirra sem hafa verið fer fram í gegnum netfang hjá stjórnanda kóranna: helga.loftsdottir@gmail.com
Taka skal fram nafn kórbarns, aldur og símanúmer.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/8 2019


Skráning í fermingarstarfið 2019 - 2020, smellið á: FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

 

Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS