Grindavíkurkirkja

 

Kvenfélagsmessa

 

Hin árlega kvenfélagsmessa verður næstkomandi sunnudag, 11. nóvember, klukkan 14:00

Rósa Signý Baldursdóttir mun flytja ræðu og einsöngvari er Jóhanna María Kristinsdóttir.
Kvenfélagskonur lesa ritningartexta og selja kaffiveitingar efir messu. Ágóðinn rennur til líknarstarfa.

Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar ásamt messuþjónum. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.

Elínborg Gísladóttir, 7/11 2018

Allra heilagra messa

Sunnudaginn 4. nóvember kl. 20:00

Í þessari messu er þeirra minnst sem látist hafa á árinu og ljós tendrað í minningu þeirra. Einnig er þetta kærkomin stund fyrir marga að koma saman í amstri dagsins.  Minnast og þakka fyrir þau öll sem hafa verið okkur ljós á lífsleið okkar.

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar ásamt messuþjónum.

Allir velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir messu

 

Elínborg Gísladóttir, 1/11 2018

KVÖLDMESSA

Sunnudaginn 28. október kl.20:00

Sr. Elínborg þjónar ásamt messuþjónum og foreldrum fermingarbarna.
Tónlistin er í höndum Sigríðar Maríu Eyþórsdóttur og Erlu Rutar Káradóttur, organista.

Kaffisopi eftir messuna

Elínborg Gísladóttir, 22/10 2018

Bæna- og fyrirbænastundir

Athygli er vakin á því að klukkan 12:00 á miðvikudögum er hádegissamvera með bæna- og fyrirbænastund í Grindavíkurkirkju. Þá er súpa á eftir. Hádegissamveran er öllum opin.

Elínborg Gísladóttir, 12/10 2018

Kvöldmessa


Á sunnudaginn kemur, þann 14. október, verður kvöldmessa klukkan 20:00.
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
Kaffisopi eftir messuna.

Elínborg Gísladóttir, 11/10 2018

Sunnudagaskólinn

Minnum á sunnudagaskólann sem er alla sunnudaga klukkan 11:00
Þetta eru samverur sem bæta, hressa og kæta

Elínborg Gísladóttir, 5/10 2018

Barnastarf Grindavíkurkirkju

Sunnudagaskólinn- Fyrir börn á öllum aldri

Sunnudagaskólinn verður á sunnudaginn 30. september klukkan 11:00
Fjölbreytt og skemmtileg samverustund fyrir börn og aðstandendur með tónlist, sögu og bænum.

Elínborg Gísladóttir, 27/9 2018

KFUM OG KFUK starf í Grindavíkurkirkju

Elínborg Gísladóttir, 21/9 2018

Tólf spora vinna í kirkjunni

-Viltu einfalda líf þitt?
-Viltu vinna í sjálfri/um þér?
-Viltu meiri gleði inn í líf þitt?
-Líður þér stundum illa, færð kvíða eða leiða og finnur fyrir reiði en veist ekki af hverju?
-Viltu kannski bara bæta samband þitt við sjálfa/n þig og samskipti þín við aðra?

3. kynning á starfinu fer fram mánudaginn 24. september kl. 20:00 í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju.
Allir velkomnir, skuldbindingalaust.
Kærleikskveðja, Vinir í bata Grindavíkurkirkju.

Elínborg Gísladóttir, 20/9 2018

Fjölskyldumessa-sunnudagaskóli

Sunnudaginn 23. septemer kl. 11:00 verður fyrsta fjölskyldumessa vetrarins og sunnudagaskóli. Erla Rut Káradóttir organisti leiðir sönginn ásamt sunnudagaskólakórnum og Kór Grindavíkurkirkju.

Kaffisopi eftir messuna.
Allir hjartanlega velkomnir.

Elínborg Gísladóttir, 19/9 2018

Fermingarfræðsla

Skráning fermingarbarna 2019


Kirkjan er opin alla virka daga milli kl. 09-12 Gengið er inn að sunnanverðu.


Sóknarprestur

Sr. Elínborg Gísladóttir
Hún er með viðtalstíma í kirkjunni
þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagsmorgna
kl. 10.30 - 12.00. Skrifstofan er að norðanverðu
Sími: 426-8675.
Netfang: gkirkja@isl.is

Sunnudagur

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Dagskrá ...