Grindavíkurkirkja

 

Sunnudagaskólinn að hefjast á ný

 

Halló Sunnudagaskólakrakkar og aðrir vinir gleðilegt ár.

Næstkomandi sunnudag, 13. janúar, hefst fyrsti sunnudagaskólinn á nýju ári.
Við vonumst til að sjá ykkur í starfinu í vetur.

Elínborg Gísladóttir, 11/1 2019

Kvöldmessa – Léttmessa

Sunnudaginn 13. janúar klukkan 20:00 er kvöldmessa/léttmessa í Grindavíkurkirkju.

Kórinn Vox Felix mun leiða sönginn ungir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar kórstjóra. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar í messunni.
Kórin er skipaður ungmennum af Suðurnesjum og er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum. Kórinn hefur komið fram við ýmis tækifæri.

Elínborg Gísladóttir, 8/1 2019

Helgihald um jól og áramót í Grindavíkurkirkju

Aðfangadagur 24. desember
Aftansöngur-Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00
Kór Grindavíkurkirkju syngur
Einsöngvari: Melkorka Ýr Magnúsdóttir
Organisti: Erla Rut Káradóttir
Miðnæturmessa kl. 23:30
Nóttin var sú ágæt ein
Kór Grindavíkurkirkju syngur
Organisti: Erla Rut Káradóttir

Jóladagur 25. desember
Hátíðarmessa í Víðihlíð kl. 11:00 og eru allir velkomnir þangað
Kór Grindavíkurkirkju syngur
Organisti: Erla Rut Káradóttir

Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur-Hátíðarguðsþjónusta kl. 17:00
Kór Grindavíkurkirkju syngur
Organisti: Erla Rut Káradóttir

Elínborg Gísladóttir, 18/12 2018

Aðventustund

Sunnudaginn 9. desember klukkan 18:00 verður aðventustund í kirkjunni.
-Börn úr barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar flytja helgileik í tali og tónum. Aðalfríður Mekkín Samúelsdóttir er sögumaður helgileiksins.
-Ernir Erlendsson les jólasögu.
-Jón Emil Karlsson syngur einsöng.
-Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.

Elínborg Gísladóttir, 3/12 2018

Helgistund í kirkjugarðinum

Á fyrsta sunnudegi aðventu , 2. desember 2018, verður helgistund í kirkjugarðinum klukkan 18:00
Þar verður kveikt á krossljósunum og tendrað ljós á jólatrénu.  Kór Grindavíkurkirkju syngur, allir hjartanlega velkomnir.

Elínborg Gísladóttir, 27/11 2018

Íhugunarguðsþjónusta

Sunnudaginn 25. nóvember klukkan 20:00 verður íhugunarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju.
Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng, þátttöku og kyrrð. Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir sönginn.
Verið öll hjartanlega velkomin.

Elínborg Gísladóttir, 21/11 2018

Kvenfélagsmessa

 

Hin árlega kvenfélagsmessa verður næstkomandi sunnudag, 11. nóvember, klukkan 14:00

Rósa Signý Baldursdóttir mun flytja ræðu og einsöngvari er Jóhanna María Kristinsdóttir.
Kvenfélagskonur lesa ritningartexta og selja kaffiveitingar efir messu. Ágóðinn rennur til líknarstarfa.

Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar ásamt messuþjónum. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.

Elínborg Gísladóttir, 7/11 2018

Allra heilagra messa

Sunnudaginn 4. nóvember kl. 20:00

Í þessari messu er þeirra minnst sem látist hafa á árinu og ljós tendrað í minningu þeirra. Einnig er þetta kærkomin stund fyrir marga að koma saman í amstri dagsins.  Minnast og þakka fyrir þau öll sem hafa verið okkur ljós á lífsleið okkar.

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar ásamt messuþjónum.

Allir velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir messu

 

Elínborg Gísladóttir, 1/11 2018

KVÖLDMESSA

Sunnudaginn 28. október kl.20:00

Sr. Elínborg þjónar ásamt messuþjónum og foreldrum fermingarbarna.
Tónlistin er í höndum Sigríðar Maríu Eyþórsdóttur og Erlu Rutar Káradóttur, organista.

Kaffisopi eftir messuna

Elínborg Gísladóttir, 22/10 2018

Bæna- og fyrirbænastundir

Athygli er vakin á því að klukkan 12:00 á miðvikudögum er hádegissamvera með bæna- og fyrirbænastund í Grindavíkurkirkju. Þá er súpa á eftir. Hádegissamveran er öllum opin.

Elínborg Gísladóttir, 12/10 2018

Fermingarfræðsla

Skráning fermingarbarna 2019


Kirkjan er opin alla virka daga milli kl. 09-12 Gengið er inn að sunnanverðu.


Sóknarprestur

Sr. Elínborg Gísladóttir
Hún er með viðtalstíma í kirkjunni
þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagsmorgna
kl. 10.30 - 12.00. Skrifstofan er að norðanverðu
Sími: 426-8675.
Netfang: gkirkja@isl.is

Miðvikudagur

Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru á miðvikudögum kl. 12:00
Kóræfingar eru á miðvikudögum kl. 18:50

Dagskrá ...