Grensáskirkja

 

Húsnæði

Kirkjan í hverfinu þínu

Grensáskirkja var vígð 8. desember 1996 en fram að þeim tíma hafði söfnuðurinn notast við safnaðarheimili sitt til helgihalds. Kirkjan er byggð við safnaðarheimilið og milli kirkjuskips og eldra hússins eru skrifstofur, kennslustofa, setustofa, kapella og safnaðarsalur. Neðri hæð kirkjunnar er að mestu leiti í eigu Biskupsstofu. Þar er TÓNSKÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR og Fjölskylduþjónusta kirkjunnar.

Útleiga á safnaðarsölum

Hægt er að leigja safnaðarsali kirkjunnar til ráðstefnuhalds, námskeiða eða hvers kyns mannfagnaða þegar ekki er dagskrá á vegum kirkjunnar í húsinu. Aðalsafnaðarsalurinn tekur rúmlega 180 manns í mat en auk hans er í húsinu einn smærri salur og kennslustofa.

Verðskrá vegna salaleigu má finna hér.

Kirkjumiðstöð í Grensáskirkju

Biskupsstofa hefur nú keypt neðri hæð Grensáskirkju að hluta auk þess sem leigðar eru skrifstofur á efri hæð fyrir starfsmenn stofunnar. Nú eru til húsa í Grensáskirkju þau Hreinn Hákonarson fangaprestur,  Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir prestur heyrnarlausa (NÁNARI UPPLÝSINGAR UM KIRKJU HEYRNARLAUSRA), og Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra.  Starfsmaður ÆSKR, Dagný Halla Tómasdóttir hefur hér aðstöðu og þá er einnig í húsnæðinu TÓNSKÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR. Það er kirkjunni fagnaðarefni að hafa undir sínu þaki þann frábæra hóps fólks sem hér er nefnt að ofan, enda ljóst að nálægð þess gefur starfinu í kirkjunni nýja vídd.

Önnur starfsemi

Í húsnæði kirkjunnar eru ýmis félagasamtök með reglulega fundi. Þar má nefna AA-félaga sem koma saman í safnaðarheimilinu hvert þriðjudagskvöld kl. 19:00.  Þá má nefna Félag austfirskra kvenna í Reykjavík en þær hittast fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar í safnaðarheimilinu einnig hefur  Bútasaumsfélagið  aðstöðu í safnaðarheimilinu.

 

Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS