Grensáskirkja

 

Tónlist

Tónlistarlíf í Grensáskirkju

Tónlist hefur löngum verið stór þáttur í lífi og starfi Grensássafnaðar. Barna- og unglingakórastarf safnaðarins var við söfnuðinn um langt árabil og eins hafa fjölmargir hópar verið í kirkjunni um lengri eða skemmri tíma.

Kirkjukór Grensáskirkju

Við Grensáskirkju er starfandi kirkjukór. Kórinn æfir vikulega.  Nánari upplýsingar um starf kórsins má fá hjá organista.

Orgel safnaðarins

Orgel safnaðarins var vígt 23. október 1988. Orgelið er smíðað af dönsku orgelsmiðunum Bruno Christensen og Sønner. Fyrst um sinn var hljóðfærið í núverandi safnaðarheimili sem var nýtt sem kirkja safnaðarins. Við vígslu kirkjunnar 1996 var hljóðfærið flutt í kirkjuskipið og er þar nú.

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS