Grensáskirkja

 

Starfsfólk

Mikill fjöldi fólks kemur að daglegu starfi Grensássafnaðar. Sóknarnefndarfólk, kórfélagar og sjálfboðaliðar eru mikilvægur hluti þess fólks. Þá eru auk þeirra nokkrir launaðir starfsmenn sem annast daglegt starf í kirkjunni. Þau eru:

Séra María Ágústsdóttir

Biskup Íslands hefur sett sr. Maríu Ágústsdóttur sem sóknarprest Grensássafnaðar í leyfi sr. Ólafs Jóhannssonar. Setning hennar tók gildi 21. september 2017.  Viðtalstími sóknarprests er mánudaga-fimmtudaga kl. 11-12. Netffang sr. Maríu er: maria.agustsdottir@kirkjan.is. og símanúmer hennar er:  867-0647.

Ásta Haraldsdóttir organisti

Organisti Grensáskirkju er Ásta Haraldsdóttir.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir

Áslaug er framkvæmdastjóri Grensáskirkju og hefur umsjón með daglegum rekstri safnaðarins. Netfang Áslaugar er grensaskirkja@kirkjan.is

Daníel Ágúst Gautason

er æskulýðsfulltrúi Grensáskirkju.  Daníel Ágúst er djáknanemi í Háskóla Íslands. Hann er fæddur árið 1994 og hefur verið starfandi í þjóðkirkjunni síðan hann fermdist, bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Hann útskrifaðist úr Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar árið 2011 og lauk Félagsfræðibraut við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 2014 með ágætan árangur í sögu. Hann hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi í Neskirkju, Lauganeskirkju og Bústaðakirkju.  Hann hefur umsjón með sunnudagskólanum í Bústaðakirkju, barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar ásamt fleiru.
Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga kl. 11 í Bústaðakirkju.

Þuríður Guðnadóttir

Þuríður Guðnadóttir annast kirkjuvörslu og þrif. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur tekið þátt í starfi Grensáskirkju um árabil, m.a. í sunnudagaskólastarfi og var um tíma í sóknarnefnd. Þuríður er virk í starfi Knattspyrnufélagsins FRAM og kemur víða við í félagsstörfum í sókninni.

Séra Ólafur Jóhannsson

Séra Ólafur Jóhannsson kom til Grensáskirkju 1997 og tók við starfi sóknarprests af séra Halldóri Gröndal. Frá haustinu 2017 hefur sr. Ólafur verið í launuðu leyfi en samkvæmt bréfi biskups frá 5. desember 2018 hefur honum verið veitt lausn frá embætti um stundarsakir. Vísað er í úrskurði áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar í málum nr. 1/2018 og nr. 2/2018 og 2. málsl. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS