Grensáskirkja

 

Fræðsla

Námskeiðahald

Mikilvægur þáttir í starfi safnaðarins er að bjóða upp á fræðslu um kristna trú og trúarleg viðfangsefni. Fermingarfræðslan er að sjálfsögðu hluti af þeirri fræðslu. Þá er einnig boðið upp á fræðslukvöld og námskeið í kirkjunni sem eru opin fólki á öllum aldri. Umfjöllun um fræðslukvöld og námskeið verður birt hér.

Tólf sporin – andlegt ferðalag

Boðið er upp á 30 vikna andlegt ferðalag í Grensáskirkju, þar sem notast er við 12 sporakerfið til að takast á við trúarlegar spurningar og lífið sjálft.

Upplýsingar um tólf sporin – andlegt ferðalag.

 

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla í Grensássöfnuði er fyrir 13-14 ára unglinga. Haldið er námskeið í vikunni fyrir skólabyrjun. Þá er farið í sólarhringsferð í Fermingarbúðir í Vatnaskógi og gert ráð fyrir þátttöku fermingarbarna í guðsþjónustum safnaðarins.

Alfa-námskeið

Alfa er ódýrt, skemmtilegt og lifandi 10 vikna námskeið um kristna trú. Alfa námskeið eru nú haldin í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 löndum um allan heim.
Námskeiðið hefur vakið gífurlega athygli kirkjuleiðtoga, þjóðarleiðtoga og fjölmiðla enda hafa um 4 milljónir sótt námskeiðið og komist í kynni við kristna trú á skynsaman hátt.
Alfa námskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári. Grensáskirkja bíður upp á ALFA-námskeið með reglubundnum hætti frá og með vorinu 2003. Nánari upplýsingar um ALFA-námskeiðin eru á WWW.ALFA.IS.

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS