Grensáskirkja

 

Föruneyti fyrirheitanna

Föruneyti fyrirheitanna og ræktun sólblóma komu fyrir í stuttri hugleiðingu Halldórs Elíasar, sem haldin var í guðsþjónustu á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 7. mars s.l.

Lesa áfram …

Halldór Elías Guðmundssson, 8/3 2004

Kvenfélag Grensáskirkju 40 ára

Í tilefni 40 ára afmælis Kvenfélags Grensáskirkju bauð sóknarnefnd félaginu til kaffisamsætis, skrafs og ráðagerða fimmtudaginn 5. febrúar. Jafnframt var kvenfélagskonum og starfsfólki boðið að sitja sóknarnefndarfund.

Lesa áfram …

Halldór Elías Guðmundssson, 5/2 2004

Samskot í guðsþjónustum

Grensássöfnuður hefur ákveðið að tekin verði samskot í almennum guðsþjónustum safnaðarins. Samskotin verða ýmist notuð til uppbyggingar safnaðarins og Grensáskirkju eða til styrktar góðum málefnum. Í hverri guðsþjónustu verður tilkynnt til hvaða verkefnis samskotin renna.

Lesa áfram …

Halldór Elías Guðmundssson, 12/1 2004

528-4410 – Nýtt símanúmer

Grensáskirkja í samstarfi við Biskupsstofu tekið upp ný símanúmer fyrir alla kirkjulega starfsemi í Grensáskirkju. Nýja aðalnúmerið er:

528-4410.

Lesa áfram …

Halldór Elías Guðmundssson, 1/1 2004

Samskot til kristniboðsins

Í guðsþjónustu, sunnudaginn 9. nóvember, voru tekin samskot til starfs Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Að þessu sinni voru samskot tekin með því að láta körfu ganga á milli bekkja í kirkjunni. Alls söfnuðust með þessu móti 50.254 krónur.

Heimasíða Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

Halldór Elías Guðmundssson, 1/1 2004

Kirkjumálasjóður kaupir neðri hæð Grensáskirkju

Föstudaginn 19. desember skrifuðu Þórarinn E. Sveinsson formaður sóknarnefndar Grensássóknar og Herra Karl Sigurbjörnsson biskup undir kaupsamning vegna kaupa Kirkjumálasjóðs á hluta af neðri hæð Grensáskirkju. Húsnæðið er keypt m.a. til að hýsa Tónskóla þjóðkirkjunnar og skrifstofur sérþjónustupresta.

Lesa áfram …

Halldór Elías Guðmundssson, 18/12 2003

Sérþjónusta í Grensáskirkju

Í Grensáskirkju hafa nokkrir sérþjónustuprestar þjóðkirkjunnar aðsetur. Í kjallara kirkjunnar eru skrifstofur fangaprests, prests á sviði vímuvarna og nýbúaprests, en á aðalhæð kirkjunnar er prestur fatlaðra, prestur heyrnarlausra og starfsmaður Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum.

Lesa áfram …

Halldór Elías Guðmundssson, 10/9 2003

Lítið kver um kristna trú

Rit Herra Karls Sigurbjörnssonar, Lítið kver um kristna trú, er nú aðgengilegt á vefnum. Í kverinu er leitast við að varpa ljósi á meginatriði kristinnar trúar og siðar.

Vefslóðin er http://www.tru.is/?litidkver

Halldór Elías Guðmundssson, 30/8 2003

Pálmasunnudagur 5. apríl.

Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10:15.

Barnastarf kl.11 í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfinu.

Messa kl. 11. Altarisganga.

Messuhópur þjónar. Samskot til ABC-barnahjálpar.

Prestur sr. Ólafur Jóhannsson.

Fermingarmessa kl. 13:30.

Sjá lista yfir fermingarbörn á heimasíðu kirkjunnar.

Organisti í báðum athöfnum er Árni Arinbjarnarson og kirkjukór Grensáskirkju syngur.

Fríður Norðkvist Gunnarsdóttir, 30/11 -0001

Sunnudagur 20. janúar

Fríður Norðkvist Gunnarsdóttir, 30/11 -0001

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

Fimmtudagur

16:00-17:00 Kyrrðar- og bænastund fólks með þroskahömlun, hálfsmánaðarlega.
18:15-18:45 Núvitundariðkun á kristnum grunni. Hefst að nýju 10. janúar 2019.
19:15-21.15 Tólf spora starf - andlegt ferðalag í kirkjunni.

Dagskrá ...