Grensáskirkja

 

Foreldramorgnar

Grensáskirkja býður upp á foreldramorgna kl. 10-12 á mánudögum í vetur. Foreldramorgnar eru tilboð fyrir foreldra sem eru heimavið um lengri eða skemmri tíma með ungbörnum. Þar gefst tækifæri til að hitta aðra foreldra í sömu sporum, leyfa börnunum að leika sér með öðrum börnum og fá fræðslu um umönnun. Umsjón með foreldramorgnunum er í höndum Sr. Petrínu Mjallar.

Halldór Elías Guðmundssson, 15/9 2004

Opnun myndlistarsýningar

Konan í næsta húsi- Sýning Karls Jóhanns Jónssonar

Sunnudaginn 19. september verður opnuð í forsal Grensáskirkju myndlistarsýning Karls Jóhanns Jónssonar. Meginefni sýningarinnar eru portret, ekki þó eingöngu af fólki heldur einnig brauðum og trjám.

Í fjölmörgum mynda Karls má sjá trúarlegar skírskotanir.

Vefsíða Karls Jóhanns.

Halldór Elías Guðmundssson, 14/9 2004

Fjölbreytt námskeið fyrir alla

Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar er að hefja enn eitt starfsárið. Á síðasta starfsári fékk skólinn inni í Grensáskirkju fyrir hluta af námskeiðum skólans og verður svo einnig í ár. Upplýsingar um starf hans og námskeið á haustmisseri má fá á vefsíðunni: WWW.KIRKJAN.IS/LEIKMANNASKOLI.

Halldór Elías Guðmundssson, 1/9 2004

Sóknarmörk Grensássóknar

Á vef kirkjunnar, kirkjan.is, eru birt kort af sóknarmörkum í Reykjavíkurprófastsdæmum. Þessi mörk eru í endurskoðun en ef þú ert ekki viss um hvaða kirkju þú tilheyrir er hægt að sjá það hér.

* Listi yfir sóknarmarkakort.

* Sóknarmörk Grensáskirkju.

Halldór Elías Guðmundssson, 6/7 2004

Sr. Ólafur formaður Prestafélags Íslands

Sr. ÓlafurSóknarpresturinn okkar sr. Ólafur Jóhannsson var kjörinn formaður Prestafélags Íslands á aðalfundi félagsins 29. apríl síðast liðinn. Það er gaman til þess að vita að presturinn okkar sé svo mikils metinn í hópi kollega og minnir okkur á hversu lánssöm við erum hér í Grensáskirkju að hafa svo góðan þjón hér við söfnuðinn.

Halldór Elías Guðmundssson, 30/4 2004

Ársreikningur Grensáskirkju

Sóknarnefnd Grensáskirkju hefur ákveðið að gera ársreikninga safnaðarins aðgengilega á netinu. Rekstur safnaðarins er enda verkefni allra sóknarbarna.

Rétt er að benda á að vegna breyttra reglna um uppsetningu ársreikninga sókna, er ekki hægt að bera að fullu saman árin 2002 og 2003. Fyrirspurnir um ársreikninginn berist til Halldórs Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra safnaðarins.

Ársreikningur Grensássóknar 2003.

Halldór Elías Guðmundssson, 20/4 2004

Váli styður við kirkjuna

Félagar úr Lionsklúbbnum Váli hafa hist í kennslustofu Grensáskirkju um tveggja ára skeið. Í þakklætisskini hafa þeir tekið að sér að setja loftaklæðningu í skrifstofuálmu kirkjunnar.

Lesa áfram …

Halldór Elías Guðmundssson, 14/4 2004

Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn!

Þannig hefur kristin páskakveðja hljómað frá upphafi vega. Hann er upprisinn og það skiptir öllu máli.

Upprisa Jesú staðfestir að hann er sonur Guðs og að dauði hans var friðþæging fyrir syndir mannkynsins. Hún er sönnun þess að okkur syndugu fólki er ætlað líf í samfélagi við Guð. Fyrir upprisu hans eigum við upprisuvon. Án upprisunnar gat sagan um Jesú ekki orðið annað en ljúfsár endurminning um máttugt góðmenni eða harmleikur um réttarmorð og píslarvætti.

Lesa áfram …

Ólafur Jóhannsson, 11/4 2004

Af hverju öll þessi þjáning og grimmd?

“Útskúfað af Guði. Það eru stór orð sem eiga við föstudaginn langa. Velþóknun Guðs var tekin frá Jesú en vald hins illa fékk að leika sér að honum, þjaka hann og meiða. Þannig getur okkur líka liðið, eins og Guð hafi yfirgefið okkur, þegar allt virðist fara á verri veg og bölið dynur yfir.”

Hér má lesa útvarpsprédikun sr. Ólafs Jóhannssonar á föstudaginn langa.

Halldór Elías Guðmundssson, 9/4 2004

Verðskrá vegna leigu á safnaðarheimili

Verðskrá vegna leigu á húsnæði safnaðarins hefur verið í mótun í nokkurn tíma. Hún er birt hér með fyrirvara um samþykki sóknarnefndar.

Verðskrá vegna leigu á húsnæði safnaðarins.

Halldór Elías Guðmundssson, 25/3 2004

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

Fimmtudagur

16:00-17:00 Kyrrðar- og bænastund fólks með þroskahömlun, hálfsmánaðarlega.
18:15-18:45 Núvitundariðkun á kristnum grunni. Hefst að nýju 10. janúar 2019.
19:15-21.15 Tólf spora starf - andlegt ferðalag í kirkjunni.

Dagskrá ...