Grensáskirkja

 

Samfélag um orð og borð í Grensáskirkju 14.10. kl. 11

Við messum að vanda hér í Grensáskirkju næstkomandi sunnudag, þann 14. október kl. 11. Sr. María þjónar að orði og borði ásamt messuhópi 3 og hluta af fermingarhópnum okkar. Ásta er við orgelið og félagar úr Vox Feminae leiða sönginn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Samskot verða tekin til Bleiku slaufunnar eins og síðast til að hafa framlag okkar veglegt. Fermingarbörnin verða boðin velkomin að samfélaginu um Guðs borð ásamt sínu fólki og á eftir fáum við okkur hressingu. Morgunhressing er kl. 10 og bænastund í kapellu kl. 10.15. Umfjöllunarefni dagsins er: Að vera í þjónustu lífsins. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 9/10 2018

Haustferð eldri borgara 10. október í Skorradal

Miðvikudaginn 10. október verður farið í haustferð eldri borgara á vegum Grensássafnaðar að Fitjum í Skorradal með viðkomu á Hvanneyri. Lagt verður af stað frá Grensáskirkju kl. 12.30 og reiknað með að vera komin til baka upp úr kl. 17. Þátttakendur greiða kl. 2.500.- Tilkynna þarf þátttöku í ferðina fyrir mánudaginn 8. október. Í þessa ferð komast aðeins 30 manns þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.


Lesa áfram …

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 3/10 2018

Bleik messa sunnudaginn 7. október

Í tilefni af bleikum október, átaki Bleiku slaufunnar til stuðnings krabbameinsrannsóknum, ætlum við að halda ,,bleika messu” í Grensáskirkju á sunnudaginn kemur kl. 11. Samskot dagsins renna að sjálfsögðu til átaksins. Fólk er hvatt til að mæta með bleika slæðu eða bleikt bindi. Í messunni þjóna sr. María, Ásta organisti og félagar úr kirkjukórnum okkar ásamt messuþjónum. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Sunnudagaskólinn er nú fluttur í Bústaðakirkju. Sjáumst heil – og bleik.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 2/10 2018

12 spor-andlegt ferðalag

12 spora starf verður í Grensáskirkju í vetur, á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:15-21:15

Vinir í bata nota 12 spor AA samtakanna til að íhuga líf sitt í þeim tilgangi að verða besta útgáfan af sjálfum sér.  Á jafningjagrundvelli skoðum við líf okkar saman, finnum út hvað má betur fara og leiðir sem bæta okkur. Hópunum hefur verið lokað.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 2/9 2018

Samverur eldri borgara á miðvikudögum kl. 14

Helgistund, upplestur ofl.  Kaffiveitingar. Fyrsta miðvikudag mánaðarins er spilað bingó. Verið hjartanlega velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 1/9 2018

Barna- og æskulýðsstarf Grensás- og Bústaðasókna

7-9 ára starf í Grensáskirkju. Fundirnir er á miðvikudögum kl. 16:00- 16:50. Áherlsa er á virðingu, vináttu og samfélag. Það verður leikið, sungið og hlustað á Guðs orð. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Hægt er að skrá í starfið hér: https://goo.gl/forms/2WMpcZ3GwAMx2iBw2

TTT-starf í Grensáskirkju. Starf fyrir alla krakka á aldrinum 10-12 ára. Starfið byggir á vikulegum fundum í vetur þar sem komið er saman, farið í leiki, og hlustað á Guðs orð.  Fundirnir eru á miðvikudögum kl. 17:00-18:00. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Hægt er að skrá í starfið hér: https://goo.gl/forms/Ru8pGJKxlePt6shw1

Æskulýðsfélagið Pony. Í vetur býður Grensáskirkja í samstarfi við Bústaðakirkju upp á æskulýðsstarf í kirkjunni fyrir 13-16 ára unglinga. Fundirnir verða á miðvikudagskvöldum í vetur kl. 19:00- 20:30. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem ætti að höfða til allra unglinga.

Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju kl. 11 alla sunnudaga.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 28/8 2018

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir í hádegi eru í Grensáskirkju á þriðjudögum. Frá kl. 12:00 er leikið á orgel en kl. 12:10 hefst helgistund. Sunginn er sálmur, lesinn ritningarlestur, gengið til altaris og beðið fyrir bænarefnum sem fram hafa komið. Stundinni lýkur upp úr kl. 12:30 og þá gefst kostur á að kaupa einfalda máltíð á vægu verði.

12-spora-starfið

Flestir þekkja 12-sporin helst í tengslum við AA-samtökin sem eru einmitt byggð á hugmyndafræði sporanna. Eins hafa sporin verið notið í baráttu við annars konar fíkn og vandamál.

Árum saman hefur sporavinnan einnig verið unnin af þeim sem eiga ekki endilega við tiltekna fíkn að stríða en vilja vinna í eigin huga og byggja sig upp, andlega og félagslega.

12-spora-starfið í kirkjunum er ætlað öllum sem vilja nota þessa viðurkenndu leið sem hefur orðið mörgum til blessunar.

12-spora-hóparnir hittast vikulega frá hausti til vors og fara gegnum sporin. Það er bæði gefandi og krefjandi. Árangurinn er einstaklingsbundinn en yfirleitt í samræmi við það sem lagt var í vinnuna.

Í Grensáskirkju verður 12-spora-starfið á fimmtudagskvöldum kl. 19:15 og byrjar fimmtudaginn 6. september.

Fyrstu þrjú skiptin eru opin kynningarkvöld, síðan lokast hóparnir og starfa allan veturinn. Þú ert velkomin(n)!

Kristileg núvitundariðkun

Í kapellu Grensáskirkju er boðið upp á núvitundariðkun á kristnum grunni á fimmtudögum kl. 18.15-18.45.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 10/8 2018

Fermingarfræðsla Grensáskirkju 2018-2019

Enn er hægt að skrá börn í fermingarfræðslu Grensássafnaðar 2018-2019. Hér er skráningarformið: https://goo.gl/forms/5GhLgHoo60I5HFXy1. Fermingar verða á pálmasunnudag, 14. apríl, kl. 13.30, og á annan páskadag, 22. apríl, kl. 11.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 4/5 2018

Settur sóknarprestur

Biskup Íslands hefur sett sr. Maríu Ágústsdóttur sem sóknarprest Grensássafnaðar í leyfi sr. Ólafs Jóhannssonar. Setning hennar tekur gildi frá og með deginum í dag.  Allt  safnaðarstarf verður samkvæmt áætlun.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 21/9 2017

Æskulýðsstarfið í kirkjunni.

Núna er loksins komið að því!    Æskulýðsstarfið í Grensáskirkju hófst í september, og er í kirkjunni frá klukkan 18.30-20.00.

Æskulýðsstarfið er vettvangur þar sem ungmenni fá tækifæri til að leika, læra og efla bænalíf sitt í heilbrigðu umhverfi. Öll ungmenni í 8.-10. bekk eru velkomin og það þarf ekki að skrá sig.

Við ætlum að hafa dagskránna skemmtilega og fjölbreytta. Við ætlum í leiki, tappabolta, spila, hlaupa um, fíflast og hafa gaman. Auðvitað byrjum við fyrsta fundinn á því að fara í hressilega leiki til að hrissta okkur aðeins til.

Við vonumst til að sjá sem flest af ykkur og að við getum myndað fjörugt og öflugt starf saman í vetur.

Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason og Sigurður Óskar Óskarsson.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 12/9 2017

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

 

Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS