Grensáskirkja

 

Kyrrðarstund á þriðjudögum kl. 12

Í hádeginu á þriðjudögum er boðið upp á kyrrðar- og fyrirbænastund í Grensáskirkju. Stundin hefst með orgelleik, síðan er sunginn sálmur og hlýtt á gott orð. Að því búnu er samfélag um máltíð Drottins og bænarefni borin fram. Koma má bænarefnum til Þuríðar kirkjuvarðar eða sr. Maríu í síma 528 4410. Eftir stundina er borin fram létt máltíð gegn vægu gjaldi. Verið velkomin í kirkjuna ykkar.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 28/10 2018

Núvitundariðkun á kristnum grunni

Boðið er upp á núvitundariðkun í kapellu Grensáskirkju alla fimmtudaga kl. 18.15-18.45. Í núvitund könnum við líðan okkar, hugsanir og tilfinningar og hvílum í augnablikinu og andardrættinum sem er Guðs gjöf. Byggt er á bókinni “Núvitund – Hagnýt leiðsögn til að finna frið í hamstola heimi” eftir Mark Williams og Danny Penman sem nýlega kom út hjá Forlaginu í þýðingu Guðna Kolbeinssonar og sett í samhengi við þann kristna grundvöll sem kirkjustarfið hvílir á. Umsjón hefur dr. María Ágústsdóttir sem hefur áratuga reynslu af iðkun og kennslu í kristinni íhugun. Skráning er óþörf en stundvísi mikilvæg. Gott er að koma með hlýja sokka og teppi.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 23/10 2018

Messa á siðbótardaginn 28.10.

Sunnudaginn 28. október er siðbótardagurinn víða haldinn hátíðlegur þó rétt dagsetning sé 31. október. Hér í Grensáskirkju syngjum við sálm eftir Lúther, klæðumst rauðu og veltum fyrir okkur áhrifum þess að boða fagnaðarerindið á öldum ljósvakans. Ásdís Björg Kristinsdóttir frá útvarpsstöðinni Lindinni kynnir okkur starfsemina þar og samskot verða tekin til Lindarinnar. Við fáum líka einsöng í tilefni af Söngskóladeginum en það er söngkonan Ragnheiður Jóhanna Júlíusdóttir sem heimsækir Grensáskirkju. Prestur er sr. María Ágústsdóttir, Ásta Haraldsdóttir leikur undir söng félaga í Kirkjukór Grensáskirkju og messuhópur 4 þjónar ásamt fermingarbörnum vorsins. Heitt á könnunni frá kl. 10, bænastund í kapellu kl. 10.15. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 23/10 2018

Fræðsla um samskipti við önnur trúarbrögð

Mánudaginn 22. október kl. 15-16 býður Hjálparstarf kirkjunnar til fræðslu um samskipti við önnur trúarbrögð í kennslustofu safnaðarheimilis Grensáskirkju. Formaður starfshóps þjóðkirkjunnar um samskipti við önnur trúarbrögð, Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og trúarbragðafræðingur, annast fræðsluna. Fjallað verður um ólíka trúarhópa og hvernig hægt sé að byggja brýr á milli þeirra. Boðið er upp á léttar veitingar. Skráning er hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, sími 528 4400, netfang help@help.is.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 16/10 2018

Sr. Ragnar Gunnarsson þjónar á sunnudaginn

Hér í Grensáskirkju hefst sunnudagurinn með morgunverði kl. 10 sem messuþjónar reiða fram gegn vægu gjaldi (kr. 200.- á mann, hámark kr. 500.- á fjölskyldu). Bænastund er í kapellu kl. 10.15 en messan hefst kl. 11. Sr. Ragnar Gunnarsson, kristniboði, þjónar að þessu sinni en bæði organistinn og þjónandi sóknarprestur eru í stuttu vetrarfríi. Félagar í Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Samskot eru tekin til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Molasopi á eftir. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju. Verið velkomin í kirkjurnar í hverfinu ykkar.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 16/10 2018

Samfélag um orð og borð í Grensáskirkju 14.10. kl. 11

Við messum að vanda hér í Grensáskirkju næstkomandi sunnudag, þann 14. október kl. 11. Sr. María þjónar að orði og borði ásamt messuhópi 3 og hluta af fermingarhópnum okkar. Ásta er við orgelið og félagar úr Vox Feminae leiða sönginn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Samskot verða tekin til Bleiku slaufunnar eins og síðast til að hafa framlag okkar veglegt. Fermingarbörnin verða boðin velkomin að samfélaginu um Guðs borð ásamt sínu fólki og á eftir fáum við okkur hressingu. Morgunhressing er kl. 10 og bænastund í kapellu kl. 10.15. Umfjöllunarefni dagsins er: Að vera í þjónustu lífsins. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 9/10 2018

Haustferð eldri borgara 10. október í Skorradal

Miðvikudaginn 10. október verður farið í haustferð eldri borgara á vegum Grensássafnaðar að Fitjum í Skorradal með viðkomu á Hvanneyri. Lagt verður af stað frá Grensáskirkju kl. 12.30 og reiknað með að vera komin til baka upp úr kl. 17. Þátttakendur greiða kl. 2.500.- Tilkynna þarf þátttöku í ferðina fyrir mánudaginn 8. október. Í þessa ferð komast aðeins 30 manns þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.


Lesa áfram …

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 3/10 2018

Bleik messa sunnudaginn 7. október

Í tilefni af bleikum október, átaki Bleiku slaufunnar til stuðnings krabbameinsrannsóknum, ætlum við að halda ,,bleika messu” í Grensáskirkju á sunnudaginn kemur kl. 11. Samskot dagsins renna að sjálfsögðu til átaksins. Fólk er hvatt til að mæta með bleika slæðu eða bleikt bindi. Í messunni þjóna sr. María, Ásta organisti og félagar úr kirkjukórnum okkar ásamt messuþjónum. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Sunnudagaskólinn er nú fluttur í Bústaðakirkju. Sjáumst heil – og bleik.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 2/10 2018

12 spor-andlegt ferðalag

12 spora starf verður í Grensáskirkju í vetur, á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:15-21:15

Vinir í bata nota 12 spor AA samtakanna til að íhuga líf sitt í þeim tilgangi að verða besta útgáfan af sjálfum sér.  Á jafningjagrundvelli skoðum við líf okkar saman, finnum út hvað má betur fara og leiðir sem bæta okkur. Hópunum hefur verið lokað.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 2/9 2018

Samverur eldri borgara á miðvikudögum kl. 14

Helgistund, upplestur ofl.  Kaffiveitingar. Fyrsta miðvikudag mánaðarins er spilað bingó. Verið hjartanlega velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 1/9 2018

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

Fimmtudagur

16:00-17:00 Kyrrðar- og bænastund fólks með þroskahömlun, hálfsmánaðarlega.
18:15-18:45 Núvitundariðkun á kristnum grunni. Hefst að nýju 10. janúar 2019.
19:15-21.15 Tólf spora starf - andlegt ferðalag í kirkjunni.

Dagskrá ...