Grensáskirkja

 

Jólastund Kirkjukórsins og Suzukitónlistarskólans

Miðvikudaginn 5. desember býður Kirkjukór Grensáskirkju ásamt Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík til jólastundar í Grensáskirkju. Stundin hefst kl. 18.30 og við erum öll velkomin, það kostar ekkert inn. Myndina tók Júlíana Signý Gunnarsdóttir á vel sóttu aðventukvöldi í kirkjunni síðasta sunnudag.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 4/12 2018

Fyrsti sunnudagur í aðventu, messa og aðventukvöld

Á fyrsta sunnudegi í aðventu er að venju mikið um dýrðir í kirkjunni. Við byrjum daginn kl. 10 með morgunkaffi og svo er messa kl. 11 með hefðbundinni áhöfn, Ástu organista, félögum úr Kirkjukór Grensáskirkju, Maríu presti og messuþjónum. Um kvöldið kl. 20 er svo aðventukvöldið. Þangað fáum við góða gesti, fjóra fiðluleikara úr Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík og Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa og kirkjuþingsfulltrúar með meiru. Kirkjukórinn syngur fyrir okkur og með okkur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur, sr. Hreinn Hákonarson kynnir Englatréð og fermingarhópur vorsins flytur helgileik með aðstoð Daníels Ágústar Gautasonar. Umsjón hefur sr. María Ágústsdóttir. Eftir stundina er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Verið innilega velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 27/11 2018

Miðvikudagssíðdegi í Grensáskirkju

Gestur síðdegissamveru nóvembermánaðar í Grensáskirkju næstkomandi miðvikudag, 28.11. kl. 17.30-19, er Málfríður Finnbogadóttir. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun og hefur í mörg ár gert sögu kvenna skil á ýmsan hátt. Um þessar mundir vinnur hún að bók um Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938), rithöfund, tíu barna móður og alþingismann. Málfríður mun  Opna nokkra glugga í sögu Guðrúnar, segja frá uppvexti hennar og lífssögu ásamt erindum Guðrúnar á presta- og sóknarnefndafundum. Að frásögu Málfríðar lokinni verður borin fram ilmandi súpa í safnaðarheimilinu (kr. 1.000.-). Skráning er í síma 528 4410 fyrir hádegi á miðvikudag. 

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 26/11 2018

Tvær messur 25.11.

Sunnudaginn 25. nóvember er hefðbundin messa í Grensáskirkju kl. 11. Ásta organisti og félagar í Kirkjukór Grensáskirkju annast tónlistina, sr. María prédikar og þjónar ásamt messuhópi 4. Morgunkaffi kl. 10, bænastund í kapellu kl. 10.15. Heitt á könnunni eftir messu. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju. Kl. 13.30 er messa í Furugerði 1. Eiríkur Grímsson leikur undir söng sem sönghópur á hans vegum leiðir. Sr. María þjónar.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 21/11 2018

Fjölskylduguðsþjónusta í Grensáskirkju 18.11.18 kl. 11

Bústaðakirkja og Grensáskirkja bjóða fjölskyldur af öllum gerðum velkomnar til guðsþjónustu í Grensáskirkju næstkomandi sunnudag, þann 18. nóvember, kl. 11 með þátttöku sunnudagaskólans úr Bústaðakirkju. Uppbyggjandi boðskapur og líflegur söngur í umsjá Daníels, Sóleyjar, Ástu organista, félaga í Kirkjukór Grensáskirkju, fermingarbarna vorsins og sr. Maríu. Barna- og stúlknakórar Bústaðakirkju syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur.  Eitthvað gott að maula á eftir. Verið öll velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 13/11 2018

Kristniboðsdagurinn er þann 11.11.

Á kristniboðsdaginn eru tekin samskot til SÍK, Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, og fjallað um efni dagsins. Morgunkaffi er borið fram kl. 10 og bænastund er í kapellu kl. 10.15. Messan hefst kl. 11. Prestur er sr. María Ágústsdóttir og organisti Ásta Haraldsdóttir. Kór frá Domus Vox gleður okkur með söng sínum undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Verið velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 8/11 2018

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

Núna kl. 13, þann 8. nóvember, hringjum við klukkum Grensáskirkju í 7 mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þetta er liður í alþjóðlegu, árlegu átaki gegn einelti.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 8/11 2018

Vikan í Grensáskirkju

Á þriðjudögum er kyrrðarstund í hádeginu og léttur málsverður á eftir. Á miðvikudögum mæta eldri borgarar kl. 14-15.30 og spila bingó fyrsta miðvikudag mánaðarins. Helgistund á undan og kaffi á eftir. Á fimmtudögum er núvitundariðkun kl. 18.15-18.45. Verið velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/11 2018

Tvær messur sunnudaginn 4. nóvember

Sunnudagsmorgun í Grensáskirkju hefst kl. 10 með morgunkaffi og svo bænastund í kapellunni kl. 10.15. Kl. 11 hefst messa með hefðbundinni áhöfn, Ásta á orgelinu og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng, sr. María prédikar og þjónar ásamt messuhóp 1 og nokkrum fermingarungmennum. Kl. 17 er seinni messa dagsins, svonefnd Batamessa. Hún er á vegum 12-spora starfsins og Vina í bata. Sólrún, Björn og þeirra fólk úr 12-spora starfinu leiða stundina ásamt Ástu organista og sr. Maríu. Bjarki Björnsson leikur á gítar. Á eftir er hressing í safnaðarheimilinu. Þið eruð öll velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 29/10 2018

Sr. Karl Sigurbjörnsson segir frá Ísraelsferð

Í nokkur skipti á hverju misseri er eldri borgurum í Grensássókn boðið til síðdegissamveru í kirkjunni sinni. Slík samvera verður næst miðvikudaginn 31. október. Stundin hefst með helgistund í kirkjunni kl. 17.30 og síðan kemur góður gestur. Að þessu sinni höfum við fengið sr. Karl Sigurbjörnsson til að koma og segja frá ferð sem þau hjónin fóru nýlega í til Landsins helga ásamt hópi fólks. Létt máltíð er borin fram í safnaðarheimilinu um hálf sjö og kostar hún kr. 1.000.- Skráning er í síma 528 4410 og lýkur henni mánudaginn 29.10.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 29/10 2018

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

Fimmtudagur

16:00-17:00 Kyrrðar- og bænastund fólks með þroskahömlun, hálfsmánaðarlega.
18:15-18:45 Núvitundariðkun á kristnum grunni. Hefst að nýju 10. janúar 2019.
19:15-21.15 Tólf spora starf - andlegt ferðalag í kirkjunni.

Dagskrá ...