Grensáskirkja

 

Helgihald

Upplýsingar um helgihald í Grensáskirkju má fá hér fyrir neðan. Boðið upp á guðsþjónustur hvern sunnudag og hádegisbænir á þriðjudögum. Þá er kirkja heyrnarlausra með guðsþjónustur í Grensáskirkju. Þess utan eru helgistundir í tengslum við fjölbreytt starf safnaðarins.

Guðsþjónustur á sunnudögum

Messur í Grensáskirkju eru hvern helgan dag kl. 11:00. Yfir vetrarmánuðina er boðið upp á barnastarf í Bústaðakirkju kl.  11.00.

Kirkja heyrnarlausra

Kirkja heyrnarlausra hefur guðsþjónustu í Grensáskirkju mánaðarlega. Þær eru að jafnaði kl. 14:00 þriðja sunnudag í mánuði.

Hádegishelgihald á þriðjudögum

Á þriðjudögum yfir vetrarmánuðina er boðið upp á bænastund með altarisgöngu hvern þriðjudag kl. 12:10. Fyrir stundina er leikin tónlist á orgel kirkjunnar. Eftir stundina er boðið upp á létta máltíð á vægu verði í safnaðarheimili. Hægt er að koma bænarefnum á framfæri við sóknarprest með tölvupósti á maria.agustsdottir@kirkjan.is.

Bænastundir

Þrisvar í viku að jafnaði er boðið upp á bænastundir fyrir söfnuðinum og starfi kirkjunnar. Annars vegar komum við saman kl. 12:10 á þriðjudögum í kirkjunni, á fimmtudögum er núvitundariðkun kl. 18.15-18.45 og á  sunnudögum fyrir guðsþjónustu kl. 10:15 í kapellu kirkjunnar.

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS