Grensáskirkja

 

Jólahátíð höldum við…

Á aðfangadag eru þrjár guðsþjónustur á vegum Grensássafnaðar. Fyrst er hátíðarguðsþjónusta með heimilisfólkinu í Mörk kl. 11. Þá er að venju aftansöngur kl. 18 þar sem hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Þess verður minnst að 200 ár eru liðin frá frumflutningi sálmsins Hljóða nótt (Heims um ból). Sr. María Ágústsdóttir þjónar í öllum athöfum ásamt Ástu Haraldsdóttur organista og Kirkjukór Grensáskirkju. Í miðnæturguðsþjónustunni kl. 23.30 syngur Marta Kristín Friðriksdóttir einsöng.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 18/12 2018 kl. 11.05

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS