Grensáskirkja

 

Aðventumessa 16. desember kl. 11

Á þriðja sunnudegi í aðventu finnum við helgi jólanna nálgast. Þá er gott að koma í kirkju, syngja saman hátíðlega sálma og íhuga merkingu jólaföstunnar. Verið velkomin í Grensáskirkju í messuna kl. 11. Prestur er sr. María Ágústsdóttir og organisti Ásta Haraldsdóttir. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng og messuhópur 3 þjónar ásamt fermingarbörnum. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu, bænastund kl. 10.15. Barnastarfið er í Bústaðakirkju í umsjá Daníels Ágústar o.fl.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 10/12 2018 kl. 11.54

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS