Grensáskirkja

 

Jólabingó eldriborgarastarfsins

Fyrsta miðvikudag í mánuði er boðið upp á bingó í starfi eldri borgara. Stundin, sem hefst kl. 14, verður með jólalegu sniði, fallegir vinningar og heitt súkkulaði. Fyrir veitingar greiðast kr. 500.- en bingóið er ókeypis. Næsta miðvikudag, þann 12. desember, verður svo jólamaturinn okkar. Þá hefst stundin kl. 12 inni í kirkju. Verið velkomin. Skráning er í jólamatinn sem kostar kr. 2.000.- í síðasta lagi mánudaginn 10. desember í síma 528 4410.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 4/12 2018 kl. 11.38

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS