Grensáskirkja

 

Sr. Karl Sigurbjörnsson segir frá Ísraelsferð

Í nokkur skipti á hverju misseri er eldri borgurum í Grensássókn boðið til síðdegissamveru í kirkjunni sinni. Slík samvera verður næst miðvikudaginn 31. október. Stundin hefst með helgistund í kirkjunni kl. 17.30 og síðan kemur góður gestur. Að þessu sinni höfum við fengið sr. Karl Sigurbjörnsson til að koma og segja frá ferð sem þau hjónin fóru nýlega í til Landsins helga ásamt hópi fólks. Létt máltíð er borin fram í safnaðarheimilinu um hálf sjö og kostar hún kr. 1.000.- Skráning er í síma 528 4410 og lýkur henni mánudaginn 29.10.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 29/10 2018 kl. 11.49

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS