Grensáskirkja

 

Kyrrðarstund á þriðjudögum kl. 12

Í hádeginu á þriðjudögum er boðið upp á kyrrðar- og fyrirbænastund í Grensáskirkju. Stundin hefst með orgelleik, síðan er sunginn sálmur og hlýtt á gott orð. Að því búnu er samfélag um máltíð Drottins og bænarefni borin fram. Koma má bænarefnum til Þuríðar kirkjuvarðar eða sr. Maríu í síma 528 4410. Eftir stundina er borin fram létt máltíð gegn vægu gjaldi. Verið velkomin í kirkjuna ykkar.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 28/10 2018 kl. 11.28

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS