Grensáskirkja

 

Sr. Ragnar Gunnarsson þjónar á sunnudaginn

Hér í Grensáskirkju hefst sunnudagurinn með morgunverði kl. 10 sem messuþjónar reiða fram gegn vægu gjaldi (kr. 200.- á mann, hámark kr. 500.- á fjölskyldu). Bænastund er í kapellu kl. 10.15 en messan hefst kl. 11. Sr. Ragnar Gunnarsson, kristniboði, þjónar að þessu sinni en bæði organistinn og þjónandi sóknarprestur eru í stuttu vetrarfríi. Félagar í Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Samskot eru tekin til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Molasopi á eftir. Sunnudagaskólinn er í Bústaðakirkju. Verið velkomin í kirkjurnar í hverfinu ykkar.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 16/10 2018 kl. 11.45

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS