Grensáskirkja

 

Ný heimasíða

Grensásprestakall hefur fengið nýja heimasíðu. Slóðin er einfaldlega www.grensaskirkja.is. Verið velkomin að kynna ykkur nýju síðuna okkar.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 8/1 2019

Þrettándinn í Grensáskirkju

Þrettándamessa kl. 11. Jólin sungin út. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Heitt á könnunni á undan og eftir messu. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Miðvikudagur: Nýársbingó kl. 14. Fimmtudagur: Núvitundariðkun kl. 18.15.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 2/1 2019

Áramót í Grensáskirkju

Aftansöngur verður á gamlárskvöld kl. 18 og hátíðarguðsþjónusta á nýársdag kl. 14. Verið velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 29/12 2018

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 11

Ákveðið hefur verið að færa jóladagsguðsþjónustuna til kl. 11 í stað kl. 14 eins og hefð er fyrir. Það er upplagt að syngja í sig hátíðleikann áður en farið er í hádegisverð! Sr. María, Ásta og Kirkjukór Grensáskirkju flytja hátíðartónið. Kirkja heyrnarlausra er með sína jólamessu á annan í jólum kl. 14. Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar ásamt Ástu.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 18/12 2018

Jólahátíð höldum við…

Á aðfangadag eru þrjár guðsþjónustur á vegum Grensássafnaðar. Fyrst er hátíðarguðsþjónusta með heimilisfólkinu í Mörk kl. 11. Þá er að venju aftansöngur kl. 18 þar sem hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Þess verður minnst að 200 ár eru liðin frá frumflutningi sálmsins Hljóða nótt (Heims um ból). Sr. María Ágústsdóttir þjónar í öllum athöfum ásamt Ástu Haraldsdóttur organista og Kirkjukór Grensáskirkju. Í miðnæturguðsþjónustunni kl. 23.30 syngur Marta Kristín Friðriksdóttir einsöng.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 18/12 2018

Jólaboð fjölskyldunnar í Grensáskirkju

Grensáskirkja býður öllum krökkum og fjölskyldum þeirra í jólaboð í safnaðarheimili kirkjunnar miðvikudaginn 12. desember kl. 16.30-18. Við ætlum að mála piparkökur, föndra og syngja og hlusta á jólalög saman. Svo kemur auðvitað jólasveinninn í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur. 

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 10/12 2018

Aðventumessa 16. desember kl. 11

Á þriðja sunnudegi í aðventu finnum við helgi jólanna nálgast. Þá er gott að koma í kirkju, syngja saman hátíðlega sálma og íhuga merkingu jólaföstunnar. Verið velkomin í Grensáskirkju í messuna kl. 11. Prestur er sr. María Ágústsdóttir og organisti Ásta Haraldsdóttir. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng og messuhópur 3 þjónar ásamt fermingarbörnum. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu, bænastund kl. 10.15. Barnastarfið er í Bústaðakirkju í umsjá Daníels Ágústar o.fl.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 10/12 2018

Jólamatur eldri borgara 12.12. kl. 12

Verið velkomin á jólamat eldri borgara miðvikudaginn 12.12. Stundin hefst með jólalegri helgistund í kirkjunni kl. 12 og síðan er matur borinn fram. Hann kostar kr. 2.000.- Skráning í síma 528 4410 fyrir hádegi mánudaginn 10.12.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 9/12 2018

Afmælismessa Grensáskirkju á annan í aðventu

Grensáskirkja var vígð á öðrum sunnudegi í aðventu, þann 8. desember 1996. Við minnumst þess og einnig 55 ára afmælis safnaðarins sunnudaginn 9. desember í messunni kl. 11. Morgunkaffi kl. 10 og bænastund í kapellu kl. 10.15. Kvennakórinn Vox Feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og prestur sr. Ragnar Gunnarsson. Messuhópur 2 þjónar ásamt fermingarbörnum. Verið velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 8/12 2018

Jólabingó eldriborgarastarfsins

Fyrsta miðvikudag í mánuði er boðið upp á bingó í starfi eldri borgara. Stundin, sem hefst kl. 14, verður með jólalegu sniði, fallegir vinningar og heitt súkkulaði. Fyrir veitingar greiðast kr. 500.- en bingóið er ókeypis. Næsta miðvikudag, þann 12. desember, verður svo jólamaturinn okkar. Þá hefst stundin kl. 12 inni í kirkju. Verið velkomin. Skráning er í jólamatinn sem kostar kr. 2.000.- í síðasta lagi mánudaginn 10. desember í síma 528 4410.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 4/12 2018

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

 

Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS