Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

Þjóðkirkjan starfar um allt land. Í sóknum hennar, prófastsdæmum og stofnunum er veitt víðtæk þjónusta. Starfsfólk þjóðkirkjunnar um allt land veitir upplýsingar um starfið á hverjum stað.

Starfsfólk þjónustusviðs Biskupsstofu veitir fjölmiðlum og öðrum áhugasömum upplýsingar um þjóðkirkjuna, fréttir sem greint er frá hér á síðunni og önnur mál sem varða þjóðkirkjuna.

Þjóðkirkjan á vefnum

Á kirkjan.is birtast daglega fréttir og fréttatilkynningar um starfið í kirkjunni.

Á trú.is er að finna fjölda pistla, prédikanir og spurningar og svör um trú og kirkju.

Á myndasvæði kirkjunnar er að finna fjölda mynda úr kirkjustarfi. Fjölmiðlum er frjálst að nota myndirnar, svo framarlega sem heimilda sé getið.

Kirkjan er virk á Facebook og heldur úti síðu þar sem má nálgast ýmisskonar upplýsingar um kirkjustarfið.

Kirkjan heldur úti vefsjónvarpi á YouTube. Þar birtast stutt viðtöl um kirkjustarf og ýmiss konar fræðslumyndbönd.

Hægt er að bera upp fyrirspurnir á tölvupóstfangið elias(@)biskup.is.

Vísanir

Merki þjóðkirkjunnar