Dómkirkjan

 

Fimmtudaginn 27. september verður farið í haustferðina. Nú skal haldið í Stafholt, þar sem presthjónin sr. Elínborg og sr. Jón Ásgeir bjóða okkur heim. Farið verður frá Reykjavík kl. 13.00 og áætluð heimkoma kl.18.00. Skráning hjá Laufeyju laufey@domkirkjan.is eða í síma 8989703 fyrir þriðjudag. Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2018

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 23. september. Innsetning sr. Sveins Valgeirssonar sem sóknarprests Dómkirkjunnar og sr. Elínborgar Sturludóttur sem dómkirkjuprest. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur. Séra Elínborg prédikar og sr. Sveinn þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar organisti. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/9 2018

Kæru vinir, hlökkum mikið til að sjá ykkur í Opna húsinu á fimmtudaginn eftir gott sumarfrí. Athugið að í vetur ætlum við að byrja kl. 13.00. Opna húsið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. kl. 13.00-14.30. 20. september Vinafundur eftir gott sumarfrí 27. september Haustferð 4. október Séra Elínborg Sturludóttir, nýr dómkirkjuprestur segir frá lífi sínu og starfi. 11. október Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri. Minningar úr miðbænum.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2018

Athugið að örpílagrímagöngurnar hefjast eftir viku, eða miðvikudaginn 19. september kl. 18.00. Örpílagrímagöngur verða frá Dómkirkjunni á miðvikudögum kl.18.00 í vetur. Göngurnar hefjast með með stuttu helgihaldi í kirkjunni síðan verður lagt af stað í stutta gönguferð um nágrenni miðborgarinnar þar sem stef pílagrímsins verða í brennidepli. Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur mun leiða göngurnar, en hún hefur staðið fyrir pílagrímagöngum í Borgarfirði og leitt pílagrímagöngur á Skálholtshátíð síðustu ár. Jafnframt hefu hún verið einn af leiðsögumönnum Mundo í kvennaferðum um Jakobsveginn á Spáni. Verið velkomin í góðum skjólflíkum og gönguskóm.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2018

Æðruleysismessa kl. 20.00 sunnudaginn 16. september.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2018

Sjáumst á sunnudaginn kl. 11.00 á kirkjulofti Dómkirkjunnar. Þau Dóra Sólrún, Stefanía og Sigurður verða með sunnudagaskóla Dómkirkjunnar í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2018

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 16. september. Í tilefni af hérðasfundi Ensku biksupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum mun dr. David Hamid biskup prédika. Prédikuninni verður dreift á íslensku. Aðrir sem þjóna eru Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur, Sveinn Valgeirsson sóknarprestur, sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur, Colin Williams erkidjákni og sr. Frances Hiller. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Eftir messu verður boðið uppá súpu í safnaðarheimilinu sem sr. Bjarni Þór matreiðir.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2018

Stöndum saman gegn sjálfsvígum, stund í Dómkirkjunni í kvöld, 10. september. Efnt verður til kyrrðarstundar í Dómkirkjunni og nokkrum öðrum kirkjum á landsbyggðinni í tilefni forvarnardagsins. Í Dómkirkjunni mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytja hugvekju, Heiðrún Jensdóttir, aðstandandi, segja frá reynslu sinni af því að missa nákominn ættingja í sjálfsvígi og Eyþór Ingi Gunnlaugsson flytja tónlistaratriði. Jónas Þórir mun leika á orgel kirkjunnar. Í lok kyrrðarstundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini. Frekar upplýsingar um viðburðina er að finna á www.sorg.is

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2018

Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, að þessu sinni verður hún í safnaðarheimilnu. Gott að eiga góða stund saman. Léttur hádegisverður. Öll þriðjudagskvöld er Ólafur Elíasson með BACH tónleika í Dómkirkjunni kl. 20.30-21.00. Hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2018

Messa klukkan 11.00, sunnudaginn 9. september. Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Dóru Sólrúnar og Stefaníu. Dómkórinn syngur og dómorganisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingshúsið.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS