Dómkirkjan

 

Olafur-Eliasson-Domkirkjan-2015 HQ (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2019

Í haust hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni, ætluð börnum sem vilja fermast vorið 2020. Lögð er áhersla á það að miðla börnunum arfleifð kristinnar trúar, menningarlegum rótum kristinnar lífssýnar og hvernig kristin gildi hafa mótað menningu og samfélag. Í fræðslunni fá þau einnig að kynnast sóknarkirkjunni sinni og samfélaginu þar og taka þátt í helgihaldi til að rækta trúna. Lögð er rík áhersla á að styðja þau í því að læra að beita lífsgildum kristindómsins á hversdagslegar aðstæður mannlegs lífs. Fræðslan hefst með Barna-og fjölskylduguðsþjónustu 1. sept. kl. 11.00. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á dögurð í safnaðarheimilinu og haldinn fundur með foreldrum fermingarbarna og prestum safnaðarins. Áætluð dagskrá fyrir fræðslu fram að áramótum verður eins og hér segir: 9. – 12. sept. kl. 16:00-18:00 Fermingarfræðslunámskeið 27.-29. sept. Ferð í Vatnaskóg 30. sept. kl. 16:00 Fræðsla í safnaðarheimili. 29. okt. kl. 16:00 Fræðsla og söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. 27. nóv. kl. 16:00 Fræðsla Sérstakar fermingarbarnamessur með samfélagi á eftir. 6. okt kl. 11: 00 – Umhverfismessa. 10. nóv. kl. 11:00 Kristniboð og hjálparstarf. 1. des. kl.11:00 Ömmu – og afamessa. Fermt verður á pálmasunnudag, 5. apríl skírdag, 9. apríl hvítasunnudag, 31. maí Ef þið viljið fá ítarlegri upplýsingar má senda tölvupóst á: sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringja í síma 5209709 Með góðri kveðju Elínborg Sturludóttir Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2019

Velkomin til messu sunnudaginn 11. ágúst kl.11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Aþingi. 

Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2019

Kæru vinir, velkomin til messu sunnudaginn 4. ágúst kl.11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Aþingi. Athugið að sálmastundin fellur niður á föstudaginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/7 2019

Messa sunnudag kl. 11.00 sr. Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 26/7 2019

Kæru vinir, á morgun þriðjudag verður bæna-og kyrrðarstundin í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Sjáumst þar í hádeginu, góður hádegisverður hjá Ólöfu okkar. Minni líka á Bach tónleika Ólafs Elíassonar kl. 20.20 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/7 2019

Kæru vinir, komið fagnandi til messu á sunnudaginn kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/7 2019

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar við messu sunnudaginn 14.júlí klukkan 11.00. Kári Þormar og Dómkórinn. Bílastæði gengt Þórshamri. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2019

Sunnudaginn 14. júlí klukkan 11.00, komið fagnandi!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/7 2019

Föstudaginn 12. júlí tónleikar með barnakór frá Bandaríkjunum Jacksonville Children’s Chorus klukkan 17.15. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/7 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Sunnudagur

- 11.00 Messa
-.11.00 Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu yfir vetrarmánuðina
Æðruleysismessa er þriðja sunnudag hvers mánaðar kl. 20.00 yfir vetrartímann
- 14.00 Kolaportsmessa (síðasta sunnud. hv. mánaðar yfir vetrartímann)

Dagskrá ...