Dómkirkjan

 

Fyrsta örpílagrímagangan á nýju ári verður á morgun 22. janúar klukkan 18.00. Örpílagrímagöngur verða frá Dómkirkjunni á miðvikudögum kl.18.00 í vetur. Göngurnar hefjast með með stuttu helgihaldi í kirkjunni síðan verður lagt af stað í stutta gönguferð um nágrenni miðborgarinnar þar sem stef pílagrímsins verða í brennidepli. Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur mun leiða göngurnar, en hún hefur staðið fyrir pílagrímagöngum í Borgarfirði og leitt pílagrímagöngur á Skálholtshátíð síðustu ár. Jafnframt hefu hún verið einn af leiðsögumönnum Mundo í kvennaferðum um Jakobsveginn á Spáni. Verið velkomin í góðum skjólflíkum og gönguskóm.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2020

Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari við messu klukkan 11.00 á sunnudaginn. Sunnudagaskólinn á þessu vormisseri verður ekki með því sniði að hann sé á sama tíma og messurnar, hvern sunnudag. Nánara fyrirkomulag verður auglýst fljótlega. Kammerkór Dómirkjunnar syngur og Kári Þormar leikur á orgelið.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/1 2020

Næstkomandi sunnudag er messa klukkan 11.00 og æðruleysismessa klukkan 20.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2020

Sálmastundin á föstudögum byrjar aftur á nýju ári 7. febrúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2020

Bæna-og kyrrðarstundin verður í safnaðarheimilinu í dag, 14. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2020

Í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a, á horni Vonarstrætis og Lækjargötu er opið hús á fimmtdögum klukkan 13.00. Þangað fáum við góða gesti, njótum skemmtilegs félagsskapar og gæðum okkur á kræsingum, sem Ásta okkar bakar. Dagskráin næstu fimmtudaga er sem hér segir: 16. janúar Dómkirkjuprestar, kaffihúsastemning og vinafundur við Tjörnina! 23. janúar Vestfirsku sjávarþorpin. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson segir frá. 30. janúar Stella K. Víðisdóttir framkvæmdastjóri hjá Eir hjúkrunarheimili og fyrrum sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir frá lífi sínu og starfi. 6. febrúar Þórdís Guðrún Athúrsdóttir „Hvað er í kommóðunni hennar mömmu“ 13. febrúar Tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Verið velkomin og takið með ykkur gesti!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2020

Við í Dómkirkjunni óskum landsmönnum öllum gleðilegs árs. Eftir gott og innihaldsríkt helgihald um jólin, fögnum við nýju ári með bjartsýni og gleði. Safnaðarstarfið er fjölbreytt að venju og verið velkomin að taka þátt í starfi Dómkirkjunnar með hækkandi sól. Hægt er að fylgjast með starfinu á síðum kirkjunnar, (fésbókinni og domkirkjan.is) Messuhald, bæna-og kyrrðarstundir,tónleikar, opna húsið, örpílagrímagöngur, tíðasöngur, prjónakvöld ofl. Á morgun, 12 janúar er messa klukkan 11.00. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, gómsætur hádegisverður hjá Ólöfu og Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30. Á fimmtudaginn kl. 13.00 er fyrsta opna hús ársins, þá verður vinafundur sem prestarnir okkar halda utan um. Kaffihlaðborð að hætti Ástu okkar. Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 og Kammerkór Dómkirkjunnar með tónleika klukkan 18.00. Á föstudaginn er sálmastund klukkan 17.00. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu og takið með ykkur gest

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2020

Sunnudaginn 12. janúar er messa klukkan 11.00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar. Sunnudagaskólinn á þessu vormisseri verður ekki með því sniði að hann sé á sama tíma og messurnar, hvern sunnudag. Nánara fyrirkomulag verður auglýst fljótlega.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2020

Kæru vinir, opna húsið á fimmtudögum hefst aftur eftir jólafrí, fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.00. Dagskráin auglýst síðar, en við fáum marga góða gesti í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur eftir rúma viku.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/1 2020

Fyrsta þriðjudags bæna-og kyrrðarstundin á nýju ári verður 7. janúar klukkan 12.10 í Dómkirkjunni. Gott samfélag og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að lokinni bænastundinni. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...