Dómkirkjan

 

Til hamingju Kári og Dómkórinn! Dómkórinn lenti í öðru sæti í báðum flokkunum sem hann keppti í.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2019

Á sunnudaginn er messa kl. 11.00. Prestur séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, félagar úr Dómkórnum syngja, organisti Erla Rut Káradóttir. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/6 2019

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12.10, hressing og gott samfélag eftir stundina. Í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20. Jóhanna Elísa er ung tónlistarkona frá Reykjavík. Í sumar vinnur hún í skapandi sumarstörfum hjá Hinu Húsinu. Þar er markmið hennar að flytja tónlist sína sem víðast í borginni ásamt því að segja frá ævintýrum laganna. Hún ætlar að efna til sólótónleika í Dómkirkjunni þar sem hún mun syngja og spila á flygilinn. Tónleikarnir verða á morgun þann 19. júní kl. 12:15 og verða rúmlega hálftími. Aðgangur ókeypis! Athugið að sálmastundin á föstudaginn fellur niður. Á sunnudaginn er messa kl. 11.00. Prestur séra Eva Björk Valdimarsdóttir, félagar úr Dómkórnum syngja, organisti Erla Rut Káradóttir. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/6 2019

Til barna sem fædd eru 2006 og foreldra þeirra. Í haust hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni sem ætluð er börnum sem áhuga hafa á að fermast vorið 2020. Lögð er áhersla á það að miðla börnunum arfleifð kristinnar trúar, menningarlegum rótum kristinnar lífssýnar og hvernig kristin gildi hafa mótað menningu og samfélag. Í fræðslunni fá þau einnig að kynnast sóknarkirkjunni sinni og samfélaginu þar og taka þátt í helgihaldi til að rækta trúna. Lögð er rík áhersla á að styðja þau í því að læra að beita lífsgildum kristindómsins á hversdagslegar aðstæður mannlegs lífs. Fræðslan hefst með Barna-og fjölskylduguðsþjónustu 1. sept. kl. 11.00. Að guðsþjónustu verður boðið upp á dögurð í safnaðarheimilinu og haldinn fundur með foreldrum fermingarbarna og prestum safnaðarins. Áætluð dagskrá fyrir fræðslu fram að áramótum verður eins og hér segir: 9. – 13. Sep kl. 16:00-18:00 Fermingarfræðslunámskeið 27.-29. sept. Ferð í Vatnaskóg 30. sept. kl. 16:00 Fræðsla í safnaðarheimili. 29. okt. kl. 16:00 Fræðsla og söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. 27. nóv. Kl. 16:00 Fræðsla Sérstakar fermingarbarnamessur með samfélagi á eftir. 6. okt kl. 11: 00 – Umhverfismessa. 10. nóv. kl. 11:00 Kristniboð og hjálparstarf. 1. des. kl.11:00 Ömmu – og afamessa. Ef þið viljið fá ítarlegri upplýsingar má senda tölvupóst á: sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is Við hlökkum til fermingarstarfsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest! Elínborg Sturludóttir Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 12/6 2019

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar sunnudaginn 16. júní kl.11.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2019

Fermingarmessa á hvítasunnudag kl.11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2019

Á sjómannadaginn er hátíðarmessa kl.11.00. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Einsöngvari Jón Svavar Jósefsson. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Tryggvi Ólafsson og Hjörtur Þórarinsson lesa ritningarlestrana. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2019

Ljúf stund í hádeginu í dag í Dómkirkjunni. Bæna- og kyrrðarstund, léttur hádegisverður að henni lokinni. Á uppstigningardag er guðþjónusta klukkan 11.00, séra Guðjón Skarphéðinsson prédikar , Dómkórinn syngur undir Kára Þormar dómorganista. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/5 2019

Gleðidagur í Dómkirkjunni við vígslu séra Ingu Harðardóttur. Megi Guðs blessun fylgja störfum hennar! Óskum séra Ingu innilega til hamingju.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2019

Hljómfélagið með tónleika í kvöld, mánudag kl. 20.00 í Dómkirkjunni

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS