Dómkirkjan

 

Aftansöngur í dag 31. desember klukkan18.00. Hátíðarmessa klukkan 11.00 1. janúar

Laufey Böðvarsdóttir, 31/12 2019

Franskir tríótóneikar í dag, 29. desember kl. 17.00

Verið velkomin á tónleika með franskri tónlist í Dómkirkjunni á milli jóla og nýárs.

Flutt verða samspils- og einleiksverk fyrir sópran, þverflautu og píanó. Á dagskránni er tónlist eftir Ravel, Gaubert, Messiaen, Roussel, Fauré, Honegger og Martin.

Tríóið skipa:

Guðrún Brjánsdóttir, sópran
Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, píanó
Kristín Ýr Jónsdóttir, þverflauta

Guðrún og Kristín eru í námi við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Herdís við Kungliga Musikhögskolan í Stokkhólmi. Tríóið þeirra var stofnað sumarið 2019 en leiðir þeirra lágu fyrst saman í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem þær voru samferða í námi.

Aðgangseyrir er 2000 krónur fyrir almenna gesti, 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara og ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

ATH. Því miður verður ekki greiðsluposi á staðnum en hægt er að borga með seðlum, leggja inná reikning eða nota Aur og Kass öppin.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/12 2019

Messa sunnudaginn 29. desember klukkan 11.00. Séra Sveinn prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2019

Jólin laða hugi og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Í Dómkirkjunni eru þrjár guðsþjónustur á aðfangadag jóla. Dönsk messa kl. 15:00, séra Ragnheiður Jónsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur og Kári Þormar leikur á orgelið. Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sveinn Birkisson og Jóhann Stefánsson leika á trompeta. Níu lestrar og jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30. Þá verða fluttir 9 ritningarlestrar og jafnmargir jólasálmar sungnir. Guðsþjónustuformið er að enskri fyrirmynd, en allt frá 1918 hefur saga og undirbúningur fæðingar Krists verið flutt með þessum hætti í King´s College í Cambridge. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa kl.11.00 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Annar dagur jóla 26. desember. Messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Guðþjónustur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2019

Sálmastundin fellur niður í dag vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2019

Aðfangadagur 24. desember Dönsk messa kl. 15:00, séra Ragnheiður Jónsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur, Kári Þormar leikur á orgelið. Aftansöngur kl. 18:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar. Sveinn Birkisson og Jóhann Stefánsson leika á trompeta. Níu lestrar og jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30. Þá verða fluttir 9 ritningarlestrar og jafnmargir jólasálmar sungnir. Guðsþjónustuformið er að enskri fyrirmynd, en allt frá 1918 hefur saga og undirbúningur fæðingar Krists verið flutt með þessum hætti í King´s College í Cambridge. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa kl.11.00 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Annar dagur jóla 26. desember. Messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar. Gleðileg jól

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2019

Kammerkór Dómkirkjunnar er með tónleika klukkan 18 í dag, 19. desember. Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 með séra Sveini.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2019

Bach tónleikar falla niður í kvöld vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2019

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. desember kl. 22. Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. The Cahtedral Choir gives it´s annual Christmas concert Wednesday 18th December at 10 p.m. in the Reykjavik Cathedral. Free entrance.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2019

Messa sunnudaginn 22. desember klukkan 11.00 sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Föstudagur

Sálmar kl.17-17.30. Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar.

Dagskrá ...