Dómkirkjan

 

Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, kennari og leiðsögumaður verður gestur okkar á morgun, fimmtudag kl.13.00. Hún les úr óútkomnu handriti. Veislukaffið hennar Ástu okkar, prestarnir koma með góð orð inn í daginn og samveran er alltaf góð. Verið velkomin og takið með ykkur gesti! Minnum á örpílagrímagönguna í dag kl.18.00. Hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni. Sjáumst í gönguskónum.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2019

Kæru vinir, ný vika framundan og safnaðarstarfið blómlegt. Á morgun, mánudag er prjónakvöld kl.19.00. Gestur okkar að þessu sinni verður Dagný Hermannsdóttir. Léttur kvöldverður og kaffi. Á þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Hádegisverður og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er Opna húsið kl.13.00, gestur okkar þá er Kristín Steinsdóttir rithöfundur, tíðasöngur 16.45-17.00 og orgeltónleikar Kára Þormar klukkan 18.00. Sálmastund Kára og Guðbjargar á föstudaginn kl.17.00-17.30. Á sunnudaginn er messa og barnastarf klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2019

Messa og sunnudagaskóli kl. 11.00 í fyrramálið. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Jóel og Benni með barnastarf á kirkjuloftinu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/10 2019

Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Léttur hádegisverður og gott samfélag. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er Opna húsið kl.13.00, gestur okkar þá er Helgi Skúli Kjartansson, tíðasöngur 16.45-17.00 og tónleikar Kammerkórs Dómkirkjunnar kl.18.00. Sálmastund Kára og Guðbjargar á föstudaginn kl.17.00-17.30. Á sunnudaginn er messa og barnastarf klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/10 2019

Hollvinur Dómkirkjunnar?

Dómkirkjan er eitt elsta hús Reykjavíkur og hefur verið helgidómur Reykvíkinga í á þriðju öld. Auk helgihalds í hinu aldna húsi heldur söfnuðurinn uppi fjölbreyttu safnaðarstarfi fyrir fólk á öllum aldri, óháð trúfélagsaðild. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga og á hátíðum ársins, fyrirbænaguðsþjónustur alla þriðjudaga í hádeginu, tíðasöngur á fimmtudögum kl. 17 .00, tónleikar kl.18.00 og örpílagrímagöngur á miðvikudögum kl. 18. Sálmastund alla föstudaga kl.17.00. Í hverri viku eru jarðarfarir, iðulega hjónavígslur og skírnir við hinn fagra skírnarfont sem listamaðurinn, Thorvaldsen, gaf föðurlandi sínu. Á sunnudögum yfir vetrarmánuðina er barnastarf á kirkjuloftinu. Auk þess er haldið uppi æskulýðsstarfi, fermingarfræðslu, og þróttmiklu kórstarfi og tónlistarlífi, auk sálgæslu, fræðslu í trú og sið og andlegrar umhyggju. Í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14b, gamla Iðnskólahúsinu, eru skrifstofur prestanna, þar fer fram fræðslustarf, opið hús á fimmtudögum, hádegisverður á þriðjudögum að lokinni bænastund og eins er safnaðarheimilið leigt út fyrir skírnarveislur og aðrar samverur.

Dómkirkjusöfnuðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilisins sem eru friðuð hús og með merkustu byggingum borgarinnar. Sóknargjöld sem greidd eru sem hlutfall af tekjuskatti eru nú tæpar 1.000 kr. á mánuði. Sú upphæð hefur hvergi nærri fylgt verðlagsþróun og eins hefur gjaldendum fækkað.  Því viljum við gefa fólki kost á því að gerast Hollvinir Dómkirkjunnar og styðja við starf hennar með reglubundnum framlögum á reikning sóknarinnar: Banki: 513-26-3565, kennitala: 500169-5839.  Margt smátt gerir eitt stórt og þitt framlag skiptir máli.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2019

Hér eru þrjár öflugar kirkjunefndarkonur sem áttu stórafmæli á árinu!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2019

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar hélt sinn fyrsta fund á þessu hausti í gær. Þá fengu nokkrar félagskonur sem áttu stórafmæli í sumar blómvönd. Ein af þeim var Margaret Scheving Thorsteinsson sem fagnaði 95. ára afmælinu fyrr í sumar. K.K.D. var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2019

Hægt er að leigja sal í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a t.d. fyrir skírnar- og fermingarveislur, fundi eða námskeið. Salurinn tekur um 50-60 manns í sæti. Fallegur salur á á góðum stað við Tjörnina. Allar nánari upplýsingar í síma 520-9700, einnig má senda fyrirspurnir á domkirkjan@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2019

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 20. október kl.11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, organisti Kári Þormar og Dómkórinn. Æðruleysismessa kl.20.00-21.00. Yndisstund fyllt ró og kyrrð. Guð gefi okkur æðruleysi, leiði okkur í vilja sinn og styðji okkur í að hlúa að hvert öður ásamt því að sinna okkur sjálfum vel. Æðruleysismessurnar eru miðaðar að tólf spora fólki en auðvitað er allt fólk velkomið. Tökum með okkur gesti, svo fleiri fái tækifæri til að taka þátt. Við hlökkum til að sjá ykkur .

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2019

Í dag 14.október kl.18.00 er fyrsti fundur vetrarins hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Á morgun er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Léttur hádegisverður og gott samfélag. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/10 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Föstudagur

Sálmar kl.17-17.30. Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar.

Dagskrá ...