Dómkirkjan

 

Til foreldra og forráðamanna fermingarbarna í Dómkirkjunni 2014

Guð gefi ykkur gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.
Hér með er boðað til fundar með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra sunnudaginn, 19. janúar n.k. kl 11. Að lokinni messu í Dómkirkjunni verður gengið út í safnaðarheimilið við Vonarstræti þar sem boðið verður upp á samlokur og samtal um væntanlegar fermingar. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir mun fjalla um meðvirkni og áhrif hennar á samskipti foreldra og barna.

Hinn 23. febrúar verður aftur samvera með ámóta hætti. Að lokinni messu kl. 11 verður samtal í safnaðarheimilinu þar sem séra Karl Sigurbjörnsson fjallar um bæn og trú.
Síðasta samvera fermingarbarna og forráðamanna er áformuð í lok mars. Verður það auglýst nánar þegar séra Hjálmar kemur aftur til starfa.
Við væntum þess að sjá ykkur öll í þessum samverum og biðjum um að þið sendið staðfestingu á móttöku þessa bréfs á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is
Eins fram hefur komið verða fermingarnar á pálmasunnudag, 13. apríl, skírdag, 17. apríl, og hvítasunnudag, 8. júní. Þau sem ekki hafa nú þegar ákveðið dag og látið okkur vita eru beðin að gera það sem allra fyrst.

Nokkur barnanna sóttu ekki fermingarnámskeiðið sem haldið var í ágúst. Við þurfum nauðsynlega að hitta þau, því óðum styttist í ferminguna. Eru þau boðuð miðvikudaginn 15. jan. kl. 17.30 í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a. Mikilvægt að þau börn, sem ekki geta mætt þá, láti vita svo við getum fundið annan tíma.

Svo viljum við að lokum segja frá því að Ungdóm, æskulýðsstarf Dómkirkjunnar, hittist á mánudögum kl 19.30 – 21.00 í Safnaðarheimilinu.
Helgina 14- 16. febrúar verður æskulýðsmót í Vatnaskógi. Börnin, sem sækja fundi í Ungdóm, hafa fengið upplýsingar um það, en öll fermingarbörnin munu verða upplýst um þetta þegar nær dregur.
Með bestu kveðjum og góðum óskum.

Anna Sigríður Pálsdóttir
Karl Sigurbjörnsson

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2014

Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar sunnudaginn 12. janúar

Sunnudaginn 12. janúar prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2014

UNGDÓM byrjar aftur mánudagskvöldið 13. janúar.

Mánudaginn, 13. janúar, hefjast Ungdóm-samverurnar að nýju í safnaðarheimilinu kl. 19:30. Nánari upplýsingar koma í vikunni ásamt dagskrá fyrir vorið.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2014

Fyrsta fyrirbænastundin á nýju ári er þriðjudaginn 7. janúar kl. 12:10

Alla þriðjudaga ársins eru bænastundir í Dómkirkjunni kl. 12:10-12:30. Að bænastund lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2014

Opna húsið á fimmtudögum byrjar aftur eftir jólafrí 16. janúar.

Fyrsta samveran eftir jólafrí verður fimmtudaginn 16. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2014

Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar 5. janúar.

Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 5. janúar kl.11 Dómkórinn syngur og organsti er Kári Þormar.
Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Sigurðar Jóns og Boga Benediktssonar.
Sr. Hjálmar Jónsson verður í veikindaleyfi til 1. mars 2014, í leyfi hans þjónar sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup með sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur, Dómkirkjupresti.
Sr. Karl biskup er boðinn hjartanlega velkominn.

Guð gefi ykkur öllum gleði og gæfu á nýju ári.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2014

Aftansöngur á gamlársdag og hátíðarguðþjónusta á nýársdag.

Aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Bjarni Jónatansson. Að morgni nýársdags kl. 11 er hátíðarguðþjónusta þar sem biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir predikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/12 2013

Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar sunnudaginn 29. desember

Messa kl. 11 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ronja Rafnsdóttir verður fermd. Sunnudagaskólinn er í fríi á milli jóla-og nýárs. Dómkórinn og Magnús Ragnarsson. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2013

Hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Dómkirkjan óskar sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Megi blessun Guðs fylgja ykkur og umvefja.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2013

Sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur í veikindaleyfi

Sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur Dómkirkjunnar verður í veikindaleyfi til 1. mars 2014. Í leyfi hans þjónar sr. Karl Sigurbjörnsson biskup.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...