Dómkirkjan

 

Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Messa sunnudaginn 9. febrúar kl 11, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Sigurðar Jóns og Kristínar Sveinsdóttur. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/2 2014

Fengum góða gesti úr Stafholtssókn í gær. Sr. Elínborg Sturludóttir kom ásamt fermingarbörnum sínum í menningarferð til Reykjavíkur. Sr. Karl, biskup tók á móti þeim í Dómkirkjunni og fræddi þau um trú og sögu kirkjunnar. Gott og skemmtilegt framtak hjá þeim í Stafholtssókn og fermingarbörnin til fyrirmyndar. Fengum góða gesti úr Stafholtssókn í gær. Sr. Elínborg Sturludóttir kom ásamt fermingarbörnum sínum í menningarferð til Reykjavíkur. Sr. Karl, biskup tók á móti þeim í Dómkirkjunni og fræddi þau um trú og sögu kirkjunnar. Gott og skemmtilegt framtak hjá þeim í Stafholtssókn og fermingarbörnin til fyrirmyndar.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/2 2014

Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir bæna-og kyrrðarstundina í dag

Bæna- og kyrrðarstund í dag kl. 12:10-12:30. Linsubaunasúpa að hætti Daddýjar í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/2 2014

Sr. Karl, biskup ásamt Einari og Elísu sem lásu ritningarlestrana.

Það var góður hópur sem kom til messu í gær. Eftir messu var farið í safnaðarheimilið þar sem veisluborð beið kirkjugesta. Það eru nokkrar góðar konur sem baka og sjá um messukaffið, allt unnið í sjálfboðastarfi. Þær eiga þakkir skildar, ekki eingöngu fyrir góðar veitingar heldur einnig alúðlegar og góðar móttökur þegar kirkjugesti ber að garði. Það var góður hópur sem kom til messu í gær. Eftir messu var farið í safnaðarheimilið þar sem veisluborð beið kirkjugesta. Það eru nokkrar góðar konur sem baka og sjá um messukaffið, allt unnið í sjálfboðastarfi. Þær eiga þakkir skildar, ekki eingöngu fyrir góðar veitingar heldur einnig alúðlegar og góðar móttökur þegar kirkjugesti ber að garði.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/2 2014

Ungdóm samvera í kvöld, 3 febrúar kl. 19:30-21:00.

Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna

Í kvöld verður skemtileg partí-útgáfa af „Hver er maðurinn?“ leiknum! Allir unglingarnir eru hvattir til að koma ;)

ATH! Skráning á Febrúarmót er í fullum gangi og síðasti skráningardagur er 5. febrúar. Sniðugt er að skila leyfisbréfi og 1200 kr staðfestingargjaldi á næstu Ungdóm-samveru. Allir foreldrar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um fjáröflun en panta þarf vörurnar í síðasta lagi 3. febrúar með því að senda tölvupóst til Óla Jóns (olafurjm@gmail.com)

Kær kveðja

Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 3/2 2014

Kraftmiklar KKD konur Kraftmiklar KKD konur

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2014

Barnastarf kirkjunnar

Barnastarf kirkjunnar er útrétt hönd til þeirra foreldra og uppalenda sem vilja að börn þeirra fræðist um Jesú, um bæn og um okkar kristna trúararf. Í Dómkirkjunni er barnastarf á hverjum sunnudagsmorgni og hefst kl. 11 árdegis. Börnin koma í kirkjuna og taka þátt í upphafi messu en fara síðan í fylgd fræðara upp á kirkjuloftið þar sem þau eiga sína samveru, sögur, söng og leiki. Tveir ungir menn, Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson annast barnastarfið af mikilli prýði. Það er ljóst að þeim tækifærum fækkar þar sem börn fá til að kynnast trú og kirkju. Barnastarf kirkjunnar er mikilvægt svar við því.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014

Messa kl. 11 sunnudaginn 2. febrúar. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.

Messa kl. 11 sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns, skemmtilegt starf, leikir og fræðsla fyrir börn á öllum aldri.
Messukaffi í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014

Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður kemur í opna húsið á morgun 27. janúar.

Á morgun, fimmtudag fáum við góðan gest í opna húsið í safnaðarheimilinu, en það er Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. Þór ætlar að segja okkur frá einhverju skemmtilegu og áhugaverðu. Kaffi og ljúffengt meðlæti að hætti Dagbjartar. Opna húsið er frá 13:30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014

Þessi dama ætlar að mæta í sínu fínasta pússi á prjónakaffið

Þessi fína frú í upphlutnum, er eitt að verkum Arndísar Sigurbjörnsdóttur, listakonu. Þessi fína frú í upphlutnum, er eitt að verkum Arndísar Sigurbjörnsdóttur, listakonu.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Föstudagur

Sálmar kl.17-17.30. Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar.

Dagskrá ...