Dómkirkjan

 

Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður kemur í opna húsið á morgun 27. janúar.

Á morgun, fimmtudag fáum við góðan gest í opna húsið í safnaðarheimilinu, en það er Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. Þór ætlar að segja okkur frá einhverju skemmtilegu og áhugaverðu. Kaffi og ljúffengt meðlæti að hætti Dagbjartar. Opna húsið er frá 13:30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014

Þessi dama ætlar að mæta í sínu fínasta pússi á prjónakaffið

Þessi fína frú í upphlutnum, er eitt að verkum Arndísar Sigurbjörnsdóttur, listakonu. Þessi fína frú í upphlutnum, er eitt að verkum Arndísar Sigurbjörnsdóttur, listakonu.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2014

Prjónakaffi í kvöld, 28 janúar. Arndís Sigurbjörnsdóttir, listakona sýnir okkur verk sín.

Prjónakaffi í kvöld, þriðjudagskvöld 28. janúar kl. 19:00 Lækjargötu 14a.
Súpa, brauð og kaffi á góðu verði.
Listakonan Arndís Sigurbjörnsdóttir sýnir okkur margt fallegt sem hún hefur gert.
Allir velkomnir, karlar, konur, ungir sem aldnir. Það þarf ekki að hafa neitt á prjónunum, bara mæta, því maður er manns gaman
Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2014

Bæna og kyrrðarstund í dag kl. 12.10-12.30

Sr. Karl Sigurbjörnsson leiðir bænastundina í dag. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir bænastundina. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2014

Ungdóm í kvöld, mánudagskvöld kl. 19:30-21:00.

Í kvöld verður spilakvöld á efstu hæð safnaðarheimilisins. Allir eru hvattir til að koma með 1 spil sem gaman væri að spila með öðrum. Fjörið byrjar kl. 19:30 og er búið kl. 21:00 að venju.
Hægt er að skrá sig á Febrúarmótið (14.-16. feb) með því að skila leyfisbréfi.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR ER 5. FEBRÚAR.
Nánari Upplýsingar um fjáröflun koma í vikunni.
Sjáumst hress
Ólafur Jón og Sigurður Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2014

Þá er þorrinn genginn í garð,gleðilegan bóndadag. Það kom hópur ungra manna í heimsókn í Dómkirkjuna í morgunsárið. Sr. Karl biskup tók á móti þeim og fræddi þá um sögu kirkju og sýndi merka gripi.

004

Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2014

Sunnudaginn 26. janúar messa k.11 og Kolaportsmessa kl.14

Messa kl. 11 sr.Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Átthagafélags Standamanna syngur stjórnandi Ágota. Organisti Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Kolaportsmessa kl. 14 sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjóna. Margrét og Þorvaldur Halldórsson sjá um tónlistina.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2014

Syngjandi glöð á fimmtudegi

Það verður líf og fjör á morgun í opna húsinu, þá ætla sr. Karl og Kári organisti að kæta geð okkar með orðum og söng. Fjöldasöngur og ljúffengar veitingar hjá Dagbjörtu.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2014

Góður félagsskapur Góður félagsskapur

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2014

Sr. Hjálmar biður fyrir góðar kveðjur

Sr. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur er í veikindaleyfi til 1. mars. Hann er á góðum batavegi og biður fyrir góðar kveðjur. Hjálmar kemur tvíefldur til leiks með hækkandi sól og sendum við honum bestu óskir um áframhaldandi góðan bata.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...