Dómkirkjan

 

Sunnudagur 9. júní

Næsta sunnudag kl. 11 er messa þar sem  sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 6/6 2013

Guðþjónusta og þingsetning

Á morgunn 6. júní verður alþingi sett. Að venju er guðþjónusta í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 13.30 er alþingismenn og konur ganga frá þinghúsinu til kirkju með forseta Íslands og biskup í farabroddi. Biskup Íslands prédikar en sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur en organisti er Steingrímur Þórhallsson.

Ástbjörn Egilsson, 5/6 2013

Sjómannadagur

Næsti sunnudagur er Sjómannadagur. Að venju messum við kl. 11. Biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar en Dómkirkjuprestarnir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur en organisti og stjórnandi er Kári Þormar. Sjómenn frá Landhelgisgæslunni lesa ritningartexta. Einsöng syngur Viðar Gunnarsson. Messunni er útvarpað en hún hefst með skrúðgöngu biskups og presta ásamt sjómönnum frá gæslunni og opinberum gestum, frá safnaðarheimili Dómkirkjunnar að kirkjunni.

Ástbjörn Egilsson, 29/5 2013

Ferðalag eldri borgara

Á morgunn 30. maí er síðasta samvera eldri borgara starfsins á þessum vetri. Nú leggjum við land undir fót og förum úr bænum kl. 10 og ökum sem leið liggur til Grindavíkur og svo áfram með suðurströndinni til Eyrarbakka. Þar er nú sr. Anna Sigríður prestur og við heimsækjum hana í kirkjuna og borðum síðan hádegisverð í Rauða húsinu. Síðan förum við í skoðunarferð um Eyrarbakka og Stokkseyri. Áður en við höldum heim á leið þiggjum við  kaffi í prestsbústaðnum. Sr. Sveinn Valgeirsson  sem verið hefur prestur í Dómkirkjunni síðan á ágúst 2012 hverfur aftur til starfa á Eyrarbakka 1. september og sr. Anna kemur þá til baka. Þau taka saman á móti okkur í prestsbústaðnum en sr. Sveinn verður fararstjóri í ferðinni. Um 40 manns fara ferðina sem örugglega verður skemmtileg.

Ástbjörn Egilsson, 29/5 2013

Sunnudagur 26. maí

Á sunnudaginn kemur 26. maí prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari í messunni kl. 11. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 23/5 2013

Norsk messa

Kl. 14 á morgunn 17. maí verður norsk messa í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 16/5 2013

Hvítasunnuhelgin

Kl. 11 á hvítasunnudag er ferming í Dómkirkjunni. Fermd verða 8 ungmenni. Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Á annan hvítasunnudag er einnig messað kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar leikur á orgelið.

Ástbjörn Egilsson, 16/5 2013

Sunnudagur 12. maí

12. maí kl. 17:00 verða tónleikar í Dómkirkjunni en það er Stamsund Sangkor frá Vestvågøy i Lofoten sem heimsækir okkur. Kórinn hefur starfað í rétt um 25 ár og  mun flytja fjölbreytta dagskrá á sunnudaginn. Dómkórinn tekur á móti kórnum og syngur einnig nokkur lög á tónleikunum.

Ástbjörn Egilsson, 10/5 2013

12. maí

Sunnudaginn 12. maí prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari í messunni kl. 11. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar

Ástbjörn Egilsson, 9/5 2013

Messa og aðalfundur

Sunnudaginn 5. maí er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Að lokinn messu fer fram aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimilinu. Fundarefni, venjubundin aðalfundarstörf. Áður en gengið er til fundar verður borin fram súpa og brauð.

Ástbjörn Egilsson, 29/4 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Sunnudagur

- 11.00 Messa
-.11.00 Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu yfir vetrarmánuðina
Æðruleysismessa er þriðja sunnudag hvers mánaðar kl. 20.00 yfir vetrartímann
- 14.00 Kolaportsmessa (síðasta sunnud. hv. mánaðar yfir vetrartímann)

Dagskrá ...