Dómkirkjan

 

UNGDÓM í kvöld og fermingarbörnin á leið í Vatnaskóg á morgun 29. október

UNGDÓM samvera mánudagskvöldið 28. október frá 19:30- 21:00. Á morgun fara fermingarbörnin ásamt sr. Önnu Sigríði og æskulýðsleiðtogunum okkar Ólafi Jóni og Sigurði í Vatnaskóg og gista þar eina nótt. Það verða skemmtilegir og fræðandi dagar í sveitasælunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2013

Tónlistardagar Dómkirkjunnar 2013

Hátíðarmessa 27. október kl. 11:00 Fluttir verða þættir úr Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Fyrirhuguðum tónleikum Kammerkórs Dómkikjunnar sem vera áttu 30. október er frestað um óákveðinn tima.

B. Britten – Hymn to St. Cecilia ásamt íslenskri kórtónlist

Blítt er undir björkunum – Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur 1. nóvember  kl. 20:30. Páll Ísólfsson 120 ára afmælistónleikar

Allraheilagramessa – 120 ára minning Páls Ísólfssonar  3. nóvember kl. 11.00

Orgeltónleikar Friðriks Vignis Stefánssonar  5. nóvember kl. 20:00. Verk eftir: Bruhns, Bach og Boellmann.

Lokatónleikar – Dómkórinn í Reykjavík – íslensk kórtónlist – 9. nóvember kl. 17:00. Frumflutningur á Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsd

Laufey Böðvarsdóttir, 25/10 2013

Hátíðarmessa sunnudaginn 27. október

Hátíðarmessa kl. 11 sunnudaginn 27. október, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli er á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. Barn verður borið til skírnar. Dómorganisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur. Fluttir verða þættir úr Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Salka Rún Sigurðardóttir nemandi við Söngskólann í Reykjavík syngur einsöng.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/10 2013

Sunnudaginn 20. október er messa og sunnudagaskóli kl. 11 og æðruleysismessa kl. 20

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli er í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. Dómkórinn syngur og organisti Kári Þormar. Æðruleysismessa kl. 20, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson þjóna. Ástvaldur Traustason sér um tónlistina. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2013

Kvöldkirkja fimmtudagskvöldið 17. október

Fimmtudagskvöldið 20. október munu sr. Anna Sigríður og Einar Gottskálksson leiða bænastund kl. 20.30. Kirkjan opnar kl. 20 og eru allir hjartanlega velkomnir. Tilvalið að koma og eiga kyrrðarstund í miðbænum.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2013

Þórey Dögg kemur í opna húsið fimmtudaginn 17. október kl. 14

Þórey Dögg nýráðinn framkvæmdastjóri Ellimálaráðs kemur í heimsókn fimmtudaginn 17. október  kl. 14 og mun hún segja okkur frá starfsemi Ellimálaráðs.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2013

UNGDÓM komin með heimasíðu

Vek athygli ykkar á síðu UNGDÓM, http://ungdomkirkjan.wordpress.com/

gott framtak hjá æskulýðsleiðtogum Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2013

Sunnudaginn 13. október

Sunnudaginn 13. október kl. 11 prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra er boðið í léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu eftir messu þar sem farið verður nánar yfir fermingarstarfið í vetur.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2013

Fimmtudaginn 10. október

Fimmtudaginn 10. október kemur Anna Sigríður Helgsdóttir söngkona í opna húsið kl. 14  og skemmtir okkur með söng og gleði.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2013

Messa og kveðjukaffi Ástbjörns sunnudaginn 6. október

Messa kl. 11 sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs og Sigurðar. Að þessu sinni eru börnin hvött til að taka bangsa með sér. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Þessi messa verður kveðjumessa Ástbjörns Egilssonar sem hefur verið ástsæll kirkjuhaldari Dómkirkjunnar síðastliðin 14 ár. Að messu lokinni er kirkjugestum boðið í kveðjukaffi Ástbjörns í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...