Dómkirkjan

 

Hér má lesa um glæsilega frammistöðu Dómkórsins, kórs Menntaskólans í Reykjavík, drengja úr Skólakór Kársness undir stjórn Kára Þormar dómorganista, til hamingju.

Magnaður kveðskapur

GAGNRÝNI

KL 11:30, 19. MARS 2014

Carmina Burana:
Carmina Burana: “Kórsöngurinn var þéttur og fókuseraður, safaríkur og flottur.“
JÓNAS SEN SKRIFAR:

Tónlist:
Carmina Burana
Carl Orff
Dómkórinn í Reykjavík, Kór Menntaskólans í Reykjavík og drengir úr Skólakór Kársness í Langholtskirkju sunnudaginn 16. mars. Stjórnandi Kári Þormar.

Ég sá einhvers staðar á netinu að Carmina Burana eftir Carl Orff var efst á blaði yfir óhugnanlegustu tónlist allra tíma. Það er hálffurðulegt, því verkið er ósköp sakleysislegt, þótt það sé tilkomumikið. Væntanlega er þetta út af einhverri kvikmynd sem tónlistin hefur verið spiluð í. Frægasta atriðið er upphafskaflinn, Ó þú gæfa (O Fortuna) sem hefur sennilega oft verið notaður. Í svipinn man ég þó bara eftir einni mynd, Excalibur, um Artúr konung og riddara hringborðsins. Það var nóg af fordæðuskap þar. Mig minnir að O Fortuna hafi hljómað undir æsilegri senu þar sem riddarar hringborðsins þeystu út úr kastalanum í Camelot til að leita að kaleiknum helga.

Carmina Burana er eins konar kantata og er texti verksins hluti af handritum frá þrettándu öld sem uppgötvuðust fyrir um tvö hundruð árum í munkaklaustri í Benedikt-Beuren í Bæjaralandi. Textinn er samansafn ljóða fyrrverandi munka sem höfðu fengið nóg af klausturlífinu og fóru út í heim að njóta lífsins og klípa í afturendann á hinu kyninu. Andrúmsloftið í tónlistinni er yfirleitt hressilegt og þrungið lífsgleði. Gleðin komst fyllilega til skila í flutningnum í Langholtskirkju á sunnudaginn.

Kári Þormar stjórnaði. Flytjendur voru Dómkórinn í Reykjavík, Kór Menntaskólans í Reykjavík og drengir úr Skólakór Kársness (undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur). Einnig komu fram píanóleikararnir Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson ásamt slagverkssveit. Túlkunin var lífleg, barsmíðarnar voru háværar en ekki um of. Prýðilegt jafnvægi var á milli kóranna, flyglanna og slagverksins. Flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi. Kveðskapurinn um vorið, ástina, örlögin og dansinn varð ljóslifandi. Kórsöngurinn var þéttur og fókuseraður, safaríkur og flottur.

Einsöngvararnir stóðu sig með prýði. Það voru þau Hallveig Rúnarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Jón Svavar Jósefsson. Mest mæddi á þeim síðastnefnda, sem söng af gríðarlegri ástríðu. Ég hef oft heyrt Carmina Burana hér á Íslandi, stundum hefur kaflinn Tempus est iocundum gersamlega misheppnast því einsöngvarinn hefur ekki náð að galdra fram réttu stemninguna. Það þarf að vera svo mikill kraftur í tónlistinni. Sem betur fer var Jón Svavar með sitt á hreinu, röddin var stöðug, túlkunin einbeitt og gædd alveg réttu áfergjunni.

Hallveig söng líka af fítonskrafti en samt innan þess ramma sem verkið setur henni. Og Þorbjörn var frábær í hlutverki svansins sem verið er að steikja á teini. Hann var skrækur og ámátlegur, en samt ekki þannig að það væri fáránlegt.
Ég verð sérstaklega að minnast á drengjakórinn. Frammistaða hans var til fyrirmyndar, söngurinn var tær og litríkur, glitrandi og fullur af hamingju. Þetta er án efa með betri uppfærslum á þessu sívinsæla verki sem ég hef heyrt.

Niðurstaða: Skemmtilegur flutningur á Carmina Burana.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2014

Séra Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 30 mars.

Messa kl. 11 séra Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu sem æskulýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um. Dómkórinn syngur og Kári Þormar stjórnar. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2014

Séra Jakob Ágúst með hökulinn sem Gunilla Möller gaf Dómkirkjunni til minningar um mann sinn Birgi Möller.

Jakob mars 2014 130

 

Gunnilla Möller gaf Dómkirkjunni þennan fallega hökul. Hökulinn fundu þau hjónin á markaði á fyrstu hjúskaparárum þeirra er Birgir var sendiráðunautur í París, dýrmætum árum í lífi þeirra. Gunillu var raun að sjá helgigripinn standa i rigningu á útimarkaði og keypti. Þegar séra Ágúst Sigurðsson fermdi son þeirra í Kaupmannahöfn á búsetuárum þeirra þar, bar hann hökulinn.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2014

Sr. Jakob Ágúst segir frá vinum okkar í Makutano í Kenya og sýnir myndir.

Í opna húsið á morgun fimmtudag fáum við góðan gest, sr. Jakob Ágúst og hann m un segja okkur frá vinum okkar í Makutano í Kenya og sýna myndir þaðan.  Veislukaffi að hætti Dagbjartar, verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2014

Prjónakvöld 25 mars kl. 19

Prjónakvöld kl. 19, súpa og kaffi og eitthvað sætt. Hér eru myndir frá febrúar prjónakvöldinu en þá var séra Karl biskup gestur okkar. Þess má geta að nokkrar kirkjukonur gefa og útbúa veitingar á þessum kvöldum. Veitingar eru seldar á vægu verði en innkoman fer í viðhaldssjóð, þannig að í vor verður sjóðurinn nýttur Dómkirkjunni til góðs.
Hjartanlega velkomin í safnaðarheimilið í kvöld, allir velkomnir, líka þau sem hafa ekkert á prjónunum;-)Það er alltaf gaman að koma og njóta góðrar samveru.
Prjónakaffi sr. Karl 032Prjónakaffi sr. Karl 038 Prjónakaffi sr. Karl 036

 

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2014

Bæna- og kyrrðarstund í hádeginu, alla þriðjudaga.

Bæna- og kyrrðarstund i dag kl. 12:10-12:30. Ljúffeng súpa í safnaðarheimilinu. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.
Það er ljúft að eiga góða samverustund í Dómkirkjunni og koma endurnærð út í amstur dagsins. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2014

Ungdóm í kvöld kl 19:30

Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna

Í kvöld ætlum við að bjóða uppá nýjan leik í Ungdóm. Leikurinn er sambland af pictionary og actionary og er mjög hress og skemmtilegur. Við hlökkum til að sjá sem flest kl. 19:30 :)

Kær kveðja,

Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 24/3 2014

„Ljóssins megin“ prédikun séra Hjálmar frá 23. mars er komin á vefinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/3 2014

Prjónakvöld þriðjudagskvöldið 25. mars kl. 19

Prjónakvöld  í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a, þriðjudagskvöldið 25. mars kl. 19

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2014

Séra Hjálmar Jónsson prédikar sunnudaginn 23. mars kl.11

Séra Hjálmar prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 23. mars. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Sigga Jóns og Óla Jóns. Domkórinn og organisti er Kári Þormar. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...