Dómkirkjan

 

Ný vika framundan og margt áhugavert í safnaðarstarfinu. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.10 í Dómkirkjunni og máltíð. Á miðvikudagunn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu. Karl biskup verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn kl. 13.00. Hann mun fjalla um konur og kristnitökuna. Gómsætar tertur og brauðmeti að hætti Ástu okkar. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45- 17.00. Klukkan 18.00 eru tónleikar með Kammerkór Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þormar. Sálmastundin ljúfa kl. 17.00 á föstudaginn með Guðbjörgu og Kári Þormar. Messa og barnastarf á sunnudaginn klukkan 11.00. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2019 kl. 9.52

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS