Dómkirkjan

 

Kæru vinir, ný vika framundan og safnaðarstarfið blómlegt. Á morgun, mánudag er prjónakvöld kl.19.00. Gestur okkar að þessu sinni verður Dagný Hermannsdóttir. Léttur kvöldverður og kaffi. Á þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Hádegisverður og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er Opna húsið kl.13.00, gestur okkar þá er Kristín Steinsdóttir rithöfundur, tíðasöngur 16.45-17.00 og orgeltónleikar Kára Þormar klukkan 18.00. Sálmastund Kára og Guðbjargar á föstudaginn kl.17.00-17.30. Á sunnudaginn er messa og barnastarf klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2019 kl. 18.45

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS