Dómkirkjan

 

Sumri hallar og vetrarstarfið er að hefjast þessa dagana. Í næstu viku er fermingarfræðslunámskeið 9. – 12. sept. kl. 16:00-18:00, haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Messur alla sunnudaga klukkan 11.00 – Prestar séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Æðruleysismessur kl. 20.00 þriðja sunnudag í mánuði. Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Fritz Már Berndsen, séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Mánudagur; annan mánudag í mánuði er fundur hjá kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Prjónakvöld fyrsta prjónakvöld vetrarins verður 23. september kl. 19.00 léttur kvöldverður, kaffi og með því. Þriðjudagar: Bæna-og kyrrðarstund kl.12.10 og léttur hágisverður. Þriðjudagar kl. 20.30 Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperirte Klavíer eftir J.S.Bach Miðvikudagar kl.18.00-19.00. Pílagrímagöngur í umsjón séra Elínborgar Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Hefjast miðvikudaginn 25. september. Miðvikudagar kl. 19.30 : æfing Dómkórsins í Reykjavík. Fimmtudagar kl.13.00-14.30 Opið hús í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Fyrsta opna húsið verður 19. september. Fimmtudagar kl.16.45-17.00 Tíðasöngur í umsjón séra Sveins Valgeirssonar. Tíðasöngurinn hefst 3. október. Fimmtudagar kl.18: Kórtónleikar/Orgeltónleikar – Hálftíma tónleikar Kammerkórs Dómkirkjunnar annan hvern þriðjudag og orgeltónleikar Kára Þormar dómorganista hina þriðjudaga á móti. Aðgangseyrir kr.1500. Hlökkum til að eiga ánægjulegar stundir með ykkur í vetur!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2019 kl. 22.24

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS