Dómkirkjan

 

Æðruleysismessa sunnudaginn 15. september kl.20.00

Æðruleysismessur voru settar af stað til þess að mæta vaxandi trúarþörf þeirra sem stunda 12 spora samtök. Þó eru þær opnar öllum :D Við komum sama til að eiga nærandi, eflandi, styrkjandi og róandi kyrrðarstund í nærveru ♥
Díana Ósk mun leiða stundina, Fritz Már mun flytja hugleiðingu, Sr. Sveinn mun leiða okkur í bæn, Þórður mun spila á píanó og stýra söng, Sigurjón mun flytja tónlist og góður félagi mun deila reynslu, styrk og von.
Andi tólf sporanna svífur yfir og saman munum við stíga inn í spor 1. að viðurkenna vanmátt okkar, spor 2. fara að trúa að máttur okkur æðri geri okkur heil að nýju, spor 3. leita vilja Guðs, spor 6. verða albúin að losna við brestina, spor 7. biðja Guð um að losa okkur undan brestunum, spor 10. rýna inn á við, spor 11. iðka bæn og hugleiðslu og spor 12. breiða út boðskapinn og hjálpa öðrum ♥
Endilega deilið viðburðinum, bjóðið fólki með ykkur og veitum sem flestum möguleika á að mæta ;)

Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2019 kl. 14.53

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS