Dómkirkjan

 

Til barna sem fædd eru 2006 og foreldra þeirra. Í haust hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni sem ætluð er börnum sem áhuga hafa á að fermast vorið 2020. Lögð er áhersla á það að miðla börnunum arfleifð kristinnar trúar, menningarlegum rótum kristinnar lífssýnar og hvernig kristin gildi hafa mótað menningu og samfélag. Í fræðslunni fá þau einnig að kynnast sóknarkirkjunni sinni og samfélaginu þar og taka þátt í helgihaldi til að rækta trúna. Lögð er rík áhersla á að styðja þau í því að læra að beita lífsgildum kristindómsins á hversdagslegar aðstæður mannlegs lífs. Fræðslan hefst með Barna-og fjölskylduguðsþjónustu 1. sept. kl. 11.00. Að guðsþjónustu verður boðið upp á dögurð í safnaðarheimilinu og haldinn fundur með foreldrum fermingarbarna og prestum safnaðarins. Áætluð dagskrá fyrir fræðslu fram að áramótum verður eins og hér segir: 9. – 13. Sep kl. 16:00-18:00 Fermingarfræðslunámskeið 27.-29. sept. Ferð í Vatnaskóg 30. sept. kl. 16:00 Fræðsla í safnaðarheimili. 29. okt. kl. 16:00 Fræðsla og söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. 27. nóv. Kl. 16:00 Fræðsla Sérstakar fermingarbarnamessur með samfélagi á eftir. 6. okt kl. 11: 00 – Umhverfismessa. 10. nóv. kl. 11:00 Kristniboð og hjálparstarf. 1. des. kl.11:00 Ömmu – og afamessa. Ef þið viljið fá ítarlegri upplýsingar má senda tölvupóst á: sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is Við hlökkum til fermingarstarfsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest! Elínborg Sturludóttir Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 12/6 2019 kl. 14.18

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS