Dómkirkjan

 

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12.10, hressing og gott samfélag eftir stundina. Í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20. Jóhanna Elísa er ung tónlistarkona frá Reykjavík. Í sumar vinnur hún í skapandi sumarstörfum hjá Hinu Húsinu. Þar er markmið hennar að flytja tónlist sína sem víðast í borginni ásamt því að segja frá ævintýrum laganna. Hún ætlar að efna til sólótónleika í Dómkirkjunni þar sem hún mun syngja og spila á flygilinn. Tónleikarnir verða á morgun þann 19. júní kl. 12:15 og verða rúmlega hálftími. Aðgangur ókeypis! Athugið að sálmastundin á föstudaginn fellur niður. Á sunnudaginn er messa kl. 11.00. Prestur séra Eva Björk Valdimarsdóttir, félagar úr Dómkórnum syngja, organisti Erla Rut Káradóttir. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/6 2019 kl. 8.30

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS