Dómkirkjan

 

Með hækkandi sól er gott og gefandi að taka þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, léttur hádegisverður að henni lokinni. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20 á þriðjudagskvöldinu. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu á miðvikudaginn kl. 18.00. Opna húsið á fimmtudaginn kl. 13.00 Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri og ráðherra verður gestur okkar. Gott með kaffinu og skemmtilegur félagsskapur. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45-17.00 á fimmtudaginn. Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Kæru vinir, verið velkomin í gott samfélag og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2019 kl. 20.07

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS